Kjarninn - 31.10.2013, Page 45

Kjarninn - 31.10.2013, Page 45
04/05 kjarninn tækni klukkustundir að ná 100.000 dollara markmiði sínu og endaði í 10 milljónum dollara. Úrið getur bæði talað við Android- og iPhone-síma, hægt er að stilla talsvert betur hvað fer á milli snjallúrsins og snjallsímans og engin er mynda- vélin eða hljóðneminn. Snjallúrið er síðan með svarthvít- um skjá sem svipar til þess sem er í lesbrettinu Kindle frá Amazon. Þannig endist rafhlaðan talsvert lengur en í Galaxy Gear, en slíkir skjáir eru ekki orkufrekir. Klæðanleg tækni er þó ekki bara snjallúr. Google Glass- gleraugun frá Google eru enn eitt dæmið um þá miklu þróun sem er í þessum geira. Þar tekur Google mögulega enn ein- faldari hlut en úrið og ætlar að bæta grunnvirkni hans. Í gleraugunum er lítill skjár sem notandinn sér alltaf út undan sér. Skjárinn er þó þannig samkvæmt þeim sem hafa prófað Google Glass að hann þvælist ekki fyrir og byrgir sýn heldur fellur hann vel inn í umhverfið. Gleraugun sýna síðan tilkynningar frá mörgum kjarnaþjónustum Google eins og Gmail, Google Maps og Google+ og með raddstýringum er hægt að svara tölvupósti, biðja gleraugun um leiðbeiningar um hvernig skuli til dæmis finna næsta hraðbanka, senda SMS og taka ljósmynd og senda á mömmu. Gler augun eru með innbyggða myndavél sem gerir þau spennandi því hún sýnir fyrstu persónu sjónarhorn og sá sem ber gleraugun verður því ekki fyrir neinni truflun við upptöku. Þannig sér Google fyrir sér að gleraugun eigi eftir að nýtast í kennslu, iðnaði og rannsóknarstofum þar sem aðgengi er mögulega takmarkað. Gleraugun má nota hreinlega sem fjarfundar- búnað, í gegnum Hangouts þjónustu Google auðvitað, og þannig má vera með beina útsendingu fyrir lokaðan hóp eða á YouTube sem er enn ein Google-þjónustan. Lífsstílsmælar ryðja sér til rúms Lífsstílsmælar eru enn eitt dæmið um klæðanlega tækni. Nike, FitBit, Jawbone og fleiri framleiðendur hafa tekið stór skref inn á þennan markað með því að búa til armbönd sem fylgjast með og mæla skref, hlaup, svefn og margt fleira sem snýr að heilsu manna og sýna notandanum þessi gögn á Smelltu til að sjá myndband sem sýnir virkni Glass

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.