Kjarninn - 31.10.2013, Síða 62

Kjarninn - 31.10.2013, Síða 62
02/04 kjarninn Vísindi sem í heild nam rúmum fjórum milljörðum íslenskra króna. Aldrei í sögunni hafa jafnmargir slasast og jafnmikið eigna- tjón orðið af völdum smástirnahraps. Ekki í fyrsta sinn Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem jörðin er í skotlínu smá- stirna. Hinn 30. júlí 1908 varð enn öflugri sprenging í óbyggð- um Síberíu, nærri Tunguska-fljóti, þegar 60-100 metra breitt smástirni sprakk. Sem betur fer dó enginn enda gerðist þetta fjarri mannabyggðum. Hefði smástirnið fallið yfir stórborg eins og Moskvu eða Lundúnir hefðu líklega milljónir manna farist. Fyrir 65 milljónum ára urðu einar mestu hamfarir í jarð- sögunni. Þá rakst á jörðina – þar sem nú er Yucatán-skagi í Mexíkó – smástirni eða halastjarna, 15 sinnum stærra en Esjan. Árekstrar af því tagi verða ekki nema á um 100 milljón ára fresti. Sem betur fer. Risaeðlurnar áttu nefnilega mjög slæman dag þegar þetta gerðist. $IJDQJVHIQLIU¡P\QGXQV³ONHUõVLQV Dag hvern falla að meðaltali 20-40 tonn af loftsteinum til jarðar. Það hljómar mikið en er hverfandi lítið í samanburði við stærð jarðar. Langflestir steinarnir eru agnarsmáir og skaðlausir. Loftsteinarnir eru lítil brot (innan við einn metri að stærð) úr smástirnum, en smástirni eru 4,5 milljarða ára málm- og bergleifar frá myndun sólkerfisins. Í sólkerfinu eru mörg hundruð milljónir smástirna, flest í belti milli Mars og Júpíters. Í nágrenni jarðar er líka aragrúi smástirna sem gætu reynst skaðleg. Í október 2013 höfðu fundist ríflega 10.300 smástirni sem komast í námunda við jörðina. Af þeim eru tæplega 1.000 meira en 1 km á breidd – nokkurn veginn af þeirri stærðargráðu sem hefði hnattræn áhrif ef til árekstrar kæmi. Engin hætta stafar þó af þessum smástirnum í náinni framtíð. Smástirni þarf að vera í kringum 30 metrar eða stærra til Umfjöllun um loftsteina á stjörnufræðivefnum

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.