Kjarninn - 31.10.2013, Side 73

Kjarninn - 31.10.2013, Side 73
03/03 kjarninn dómsmál ljóst að viðskiptin væru óeðlileg og brytu í bága við regluverk bankans. Þá er þeim Jóhannesi og Elmari ásamt Birki gefin að sök markaðsmisnotkun þar sem viðskiptin hafi byggst á blekkingum og sýndarmennsku, eins og segir í ákæru málsins, og verið líkleg til til að gefa markaðnum villandi hugmynd um eftirspurn bréfa í bankanum. Landsliðsmarkmanninum fyrrverandi var sömuleiðis gefið að sök meiriháttar brot gegn ársreikningalögum, með því að greina ekki frá láninu frá Glitni í ársreikningi BK-44 fyrir árið 2007. Við þingfestingu málsins í byrjun september krafðist Birkir þess að þætti sínum í málinu yrði vísað frá dómi á þeim rökum að réttarstöðu hans hefði verið breytt á rann- sóknartímanum úr stöðu sakbornings yfir í stöðu vitnis og svo aftur í stöðu sakbornings. Sérstakur saksóknari segir þetta hafa verið gert vegna nýrra gagna í málinu, en því mót- mælir Ólafur Eiríksson hrl. verjandi Birkis. Málflutningur um frávísunarkröfuna fór fram í héraðs- dómi 18. október. Símon Sigvaldason héraðsdómari mun kveða upp úrskurð sinn varðandi frávísunarkröfu Birkis Kristinssonar klukkan 8.45 í sal 402 í Héraðsdómi Reykja- víkur í dag.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.