Kjarninn - 13.02.2014, Blaðsíða 5

Kjarninn - 13.02.2014, Blaðsíða 5
02/04 lEiðari styrkja stöðuna, auka völd Þetta beinir kastljósinu að aðferðafræðinni við afnám eða tilslökun fjármagnshafta. Manni sýnist sem einhverjir hafi mikinn áhuga á því að hagnast vel á enduruppstokkun í eignarhaldi fjármálakerfisins. Sá atburður, þegar línurnar verða lagðar að nýju varðandi eignarhald á fjármála kerfinu, mun varða veginn til framtíðar. Krónurnar sem verða eftir hér þegar óþolinmóðir erlendir fjárfestar hafa yfirgefið hagkerfið verða að öllum líkindum það margar að það gæti valdið vandræðum fyrir hagkerfið. Þessar krónur virðast margir vilja fá í vasa sína, styrkja stöðu sína, auka völd sín. Þó að þessi greining hjá mér hér að ofan sé öðru fremur byggð á tilfinningalegu mati eftir samtöl við fólk vekja nokkur atriði spurningar. Þrotabú Glitnis og Kaupþings hafa formlega sett Íslandsbanka og Arion banka í sölumeðferð og í tilfelli Íslands banka hafa viðræður fyrir löngu kom- ist á alvarlegt stig. Fyrir liggur að pólitískur stuðningur þarf að vera við þá aðgerð að selja bankann til erlendra fjárfesta, til dæm- is norrænna banka sem hafa sýnt því áhuga að kaupa Íslandsbanka, ekki síst fjársterkra og íhaldssamra banka og fjárfesta í Noregi. Sá stuðningur hefur ekki verið afgerandi eða jafnvel ekki fyrir hendi. Íslenska ríkið á fimm prósent í Íslandsbanka en 13 prósent í Arion banka, þar sem söluferli er styttra á veg komið, kannski ekki síst vegna þess að innan þrotabús Kaupþings hafa menn löngu áttað sig á því að stjórnvöld ráði för í þessum efnum. Það er auðvelt að halda því fram að sporin hræði þegar kemur að mikilli umbreytingu á eignarhaldi fjármála- kerfisins. Á árunum 1998 til 2003 einkavæddu þáverandi stjórnvöld fjármálaþjónustu að mestu, með þeim afleiðingum að reynslulítið fólk úr fjármálastarfsemi hélt um þræðina að því loknu. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í að segja frá leikslokunum, en þetta fólk sem var með þræðina í hendi sér gerði stórkostleg mistök með fífldjarfri áhættusækni og „Fyrir liggur að pólitískur stuðningur þarf að vera við þá aðgerð að selja bankann til erlendra fjár- festa, til dæmis norrænna banka.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.