Kjarninn - 13.02.2014, Blaðsíða 52

Kjarninn - 13.02.2014, Blaðsíða 52
02/07 pistill hjá honum, oftast vegna sakleysislegra kvefvírusa. Þetta gerðist í síðustu viku og varð til þess að við mæðginin dvöldum á barnaspítala í þrjá sólarhringa. Atlætið þar var til fyrirmyndar; barnalæknarnir þægilega smámunasamir í huga taugaveiklaðrar móður, heitt te á könnunni allan sólarhringinn, mæðrum boðið upp á ilmandi jurtaolíu til að nudda börnin og í föndurherberginu gátu krakkarnir málað, leirað og teiknað. Daginn eftir komuna fengum við herbergisfélaga: konu af tyrkneskum uppruna og dóttur hennar, nokkurra mánaða gamla og líka með barkabólgu. Konan var hin alúðlegasta, á aldur við mig og kvaðst vera fimm barna móðir með tvö önnur veik börn heima. Þegar fjölskyldan hennar birtist skömmu síðar dáðist ég að því að þau skyldu fjölmenna á spítalann með fullar körfur af mat. Þarna voru mætt afinn og amman, systir konunnar, bróðir pabbans og auðvitað pabbinn sjálfur. Við eiginmaðurinn sammæltumst um að svo innilega samstöðu vantaði tilfinnanlega í marga íslenska fjölskylduna. Þegar líða tók á daginn … … fór mesti ljóminn af heimsókninni. Maðurinn minn var löngu farinn heim en stórfjölskyldan sat sem fastast. Amman og afinn rifust hástöfum á milli þess sem sá gamli sönglaði: inshallah! Mamman spjallaði óðamála við systur sína og pabbinn snerist í hringi ásamt bróður sínum. Matarlyktin sem hafði verið svo góð um hádegisbil var orðin staðin og þau voru svo fyrirferðarmikil að við mæðginin komumst hvergi fyrir nema í rúminu. Sonurinn varð óþolinmóður svo ég ákvað að rölta með hann í gestaherbergið á ganginum. En þar var önnur stór- fjölskylda, líka af tyrkneskum uppruna, og ennþá fjöl- mennari en hin, í fljótu bragði taldi ég tólf manns. Þau höfðu einnig kokkað fyrir heimsóknina, þarna var búið að dekka upp borð eins og í fínasta lífsstílsblaði. Næst lá leiðin í föndurherbergið góða. Þar var þá mætt þriðja stórfjölskyldan, sú virtist erkiþýsk að uppruna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.