Kjarninn - 13.02.2014, Blaðsíða 33

Kjarninn - 13.02.2014, Blaðsíða 33
02/06 úkraÍna V ítalí Klitsjkó er sá maður sem sífellt fleiri virðast líta til sem mögulegs leiðtoga Úkra- ínumanna. Hann er fyrrverandi þungavigtar- meistari í hnefaleikum, er með doktorsgráðu í íþróttafræðum og hefur lengi verið kallaður Dr. Járnhnefi í heimalandinu. Hann hefur lýst því yfir að hann hyggist bjóða sig fram til forseta í Úkraínu, en kosning- arnar eru fyrirhugaðar á næsta ári. Þangað til fyrir ör fáum mánuðum var hann ekki talinn líklegur til að ná því tak- marki en síðan þá hefur margt breyst. til austurs eða vesturs Kastljósið hefur beinst að Úkraínu undanfarna mánuði eftir að mótmæli brutust út í Kíev í lok nóvember. Viktor Janúkovitsj, forseti landsins, ákvað þá á síðustu stundu að hætta við víðfeðman samstarfssamning við Evrópu- sambandið sem hafði verið lengi í undir- búningi. Þetta vakti ekki bara hörð viðbrögð ráðamanna í Brussel, heldur einnig þess hluta almennings í Úkraínu sem styður frekara samstarf við Evrópu frekar en Rússland. Það var einmitt það sem gerðist nokkru síðar. Forsetinn og Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynntu í desember um samninga milli nágranna- ríkjanna tveggja. Samningarnir fólu í sér að Rússar lækkuðu verð á gasi til Úkraínu og keyptu ríkis- skuldabréf fyrir milljarða. Úkraína er stórt land, á milli vesturs og austurs. Í vestari helmingi þess er úkraínska fyrsta tungumál meirihluta íbúa en í þeim eystri er það rússneska. Þar eru einnig margir af rússneskum uppruna og eru hlynntari nánara samstarfi við Rússa. Nánast alveg sama skipting var meðal kjósenda í síðustu forsetakosningum. Til vesturs kusu menn Júlíu Tímósjenkó en til austurs Viktor Janúkovitsj. Úkraína er að þessu leyti til klofin nánast í tvennt, og þessi djúpstæði ágreiningur útskýrir margt, en ekki allt. úkraÍna Þórunn Elísabet Bogadóttir „Úkraína er stórt land, á milli vesturs og austurs. Í vestari helmingi þess er úkraínska fyrsta tungumál meirihluta íbúa en í þeim eystri er það rússneska.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.