Kjarninn - 13.02.2014, Side 33

Kjarninn - 13.02.2014, Side 33
02/06 úkraÍna V ítalí Klitsjkó er sá maður sem sífellt fleiri virðast líta til sem mögulegs leiðtoga Úkra- ínumanna. Hann er fyrrverandi þungavigtar- meistari í hnefaleikum, er með doktorsgráðu í íþróttafræðum og hefur lengi verið kallaður Dr. Járnhnefi í heimalandinu. Hann hefur lýst því yfir að hann hyggist bjóða sig fram til forseta í Úkraínu, en kosning- arnar eru fyrirhugaðar á næsta ári. Þangað til fyrir ör fáum mánuðum var hann ekki talinn líklegur til að ná því tak- marki en síðan þá hefur margt breyst. til austurs eða vesturs Kastljósið hefur beinst að Úkraínu undanfarna mánuði eftir að mótmæli brutust út í Kíev í lok nóvember. Viktor Janúkovitsj, forseti landsins, ákvað þá á síðustu stundu að hætta við víðfeðman samstarfssamning við Evrópu- sambandið sem hafði verið lengi í undir- búningi. Þetta vakti ekki bara hörð viðbrögð ráðamanna í Brussel, heldur einnig þess hluta almennings í Úkraínu sem styður frekara samstarf við Evrópu frekar en Rússland. Það var einmitt það sem gerðist nokkru síðar. Forsetinn og Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynntu í desember um samninga milli nágranna- ríkjanna tveggja. Samningarnir fólu í sér að Rússar lækkuðu verð á gasi til Úkraínu og keyptu ríkis- skuldabréf fyrir milljarða. Úkraína er stórt land, á milli vesturs og austurs. Í vestari helmingi þess er úkraínska fyrsta tungumál meirihluta íbúa en í þeim eystri er það rússneska. Þar eru einnig margir af rússneskum uppruna og eru hlynntari nánara samstarfi við Rússa. Nánast alveg sama skipting var meðal kjósenda í síðustu forsetakosningum. Til vesturs kusu menn Júlíu Tímósjenkó en til austurs Viktor Janúkovitsj. Úkraína er að þessu leyti til klofin nánast í tvennt, og þessi djúpstæði ágreiningur útskýrir margt, en ekki allt. úkraÍna Þórunn Elísabet Bogadóttir „Úkraína er stórt land, á milli vesturs og austurs. Í vestari helmingi þess er úkraínska fyrsta tungumál meirihluta íbúa en í þeim eystri er það rússneska.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.