Kjarninn - 13.02.2014, Side 82

Kjarninn - 13.02.2014, Side 82
03/04 Kjaftæði hanga á netinu í átta tíma á dag í vinnunni, mæta svo heim, draga fram spjaldtölvuna, kíkja á Facebook og Google+ með góðri samvisku og spila frá sér allt vit í Candy Crush og Bang with Friends. Fljótlega spurðist þessi tímatakmörkun út og fyrr en varir var ég beðinn um að mæta í viðtal á Rás 2 til að ræða þessa netfíkn mína. Alvarleiki málsins var talinn slíkur að rödd minni var breytt. Ellefu ára drengur sem hljómaði eins og Gunnar I. Birgisson sagði því íslensku þjóðinni frá því alvarlega vandamáli sínu að þurfa að vera á netinu í fjórar til fimm klukkustundir á dag. Á þessum tíma var það kallað fíkn. Í dag væri einstaklingur sem væri í fjóra til fimm tíma á dag á netinu talinn vera í góðu jafnvægi og fyrirmyndar- þjóðfélagsþegn. Líklega myndi slíkur einstaklingur vera boðaður í viðtal til að ræða um það hvað hann hefði mikla sjálfsstjórn. Hýpókondríak deyr Um daginn sagði vinur minn mér að hann væri með vefjagigt. Ég byrjaði að lesa mér til um þennan sjúkdóm. Einkenna matseðillinn er ekki af verri endanum: langvinnir og útbreiddir verkir frá stoðkerfi, almennur stirðleiki, yfir- þyrmandi þreyta og svefntruflanir, órólegur ristill, ofurnæm þvagblaðra, fótapirringur, kuldanæmi, dauðir fingur, dofi í útlimum, bjúgur, minnkaður kraftur, úthaldsleysi, minnis- leysi, einbeitingarskortur og depurð. Nú hugsaði ég: Þetta passar allt við mig! Tók skimunarpróf undir eins. Niður- staðan var að ég væri þremur stigum frá því að greinast með vefjagigt, af þeim tólf sem þurfti. Stolt hýpókondríaksins innra með mér særðist þannig að hann lognaðist út af og dó. Það vorkennir mér enginn Ég var sem sagt ekki lagður í einelti, ég er ekki netfíkill, ég er líklegast ekki með vefjagigt og ég er líklegast ekki á einhverfurófinu þó að mér finnist bara nákvæmlega ekkert að því að vera með Bluetooth-heyrnartól á höfðinu á meðan ég er að versla í Krónunni á obesity scooter (kærastan mín

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.