Kjarninn - 13.02.2014, Blaðsíða 27

Kjarninn - 13.02.2014, Blaðsíða 27
02/06 hEilBrigðismál É g sá auglýsingu á Facebook,“ segir Halldóra Larsen, ung kona sem ætlaði að verða staðgöngu- móðir fyrir hjón sem gátu ekki eignast barn. Áður en hún gat látið til skarar skríða komst hún að því að hún gekk sjálf með sitt þriðja barn. Halldóra þekkti ekkert til fólksins sem hún ætlaði að ganga með barn fyrir. „Ég setti mig í samband við fólkið. Þau spurðu mig hvort ég væri jafnvel til í að fara út fyrir landsteinana í glasafrjóvgun og ég svaraði játandi,“ segir Halldóra. „Fyrst voru þau að hugsa um að fara til Danmerkur en svo fundu þau leið til þess að gera þetta hér á landi.“ Halldóra segir leiðina sem hljónin hafi fundið til að gera draum sinn að veruleika hér á landi hafa verið mjög flókna. „Fyrst hefðu þau þurft að skilja og þá hefðum ég og konan skráð okkur í sambúð. Næst hefðum við farið í glasafrjóvgun með eggi konunnar og sæði mannsins og svo myndi ég ganga með barnið. Eftir meðgönguna myndi maðurinn vera skráður sem faðir barnsins og ég sem móðir. Að lokum hefði ég þurft að afsala mér forræðinu og síðan hefðu þau gift sig aftur og hún ættleitt barnið,“ útskýrir Halldóra. Ætluðu að borga allan kostnað Halldóra segir hjónin að sjálfsögðu hafa ætlað að borga allan kostnað sem fylgdi ferlinu og meðgöngunni. „Þau hefðu borgað fyrir allt, glasafrjóvgunina, hormónameðferðir og fleira, en ég ætlaði að gera þetta í velgjörðarskyni þannig að ég hefði ekki fengið borgað fyrir þetta.“ „Mig langaði til að gefa einhverjum öðrum sömu gleði og ég finn fyrir með börnin mín. Ég á börn og þau eru líf mitt og yndi. Ég vildi gefa þessu fólki líf,“ segir Halldóra spurð að því hvers vegna hún hafi íhugað að gerast staðgöngumóðir fyrir ókunnugt fólk. Halldóra viðurkennir að tilhugsunin við að láta frá sér barn sem hún hefði gengið með og fætt hafi hrætt sig. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki leitt hugann að því hvað myndi gerast ef ég myndi fríka út á miðri meðgöngu hEilBrigðismál Guðný Hrönn Antonsdóttir og María Lea Ævarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.