Kjarninn - 13.02.2014, Síða 18

Kjarninn - 13.02.2014, Síða 18
04/04 Viðskipti Íslandsbanki átti 72,5 prósent í HTO eftir þetta og eignaðist Pétur afganginn, 27,5 prósent, í gegnum tvö félög. Sé mið tekið af fyrrnefndu bókfærðu virði fær hann fyrir sinn hlut, í fyrrnefndum viðskiptum, í það minnsta þrjá milljarða króna. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp opinberlega en við kaupin fimmfaldaðist virði eignasafns Fast, samkvæmt upplýsingum frá Hauki Skúlasyni, stjórnarformanni Fast, og tilkynningu til Nasdaq OMX kauphallar Íslands. „Við höfum ekki viljað gefa upp í nákvæmisatriðum hvað við erum að greiða fyrir okkar eignir. Við erum í samkeppni um eignir og á virkum samkeppnismarkaði, og höfum af þeim sökum ekki verið að gefa upp hvað við greiðum fyrir eignir,“ sagði Haukur. Meðal eigna Fast-1 eru húsið sem hýsir Embætti ríkislögreglustjóra að Skúlagötu 21, Klettagarðar 13 sem hýsa starfsemi á vegum N1 og húsnæði Rönning í Skútuvogi. Samtals átti félagið ríflega 17 þúsund fermetra af atvinnu- húsnæði áður en gengið var frá kaupunum á HTO, en með þeim kaupum eykst flatarmál þeirra fasteigna sem félagið á um 57 þúsund fermetra. Fasteignamarkaður í fjötrum hafta Eins og ítarlega hefur verið fjallað um í Kjarnanum undanfarnar vikur eru blikur á lofti á fasteignamarkaði á höfuðborgar svæðinu, ekki síst vegna þess að eftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum hefur aukist mikið. Lítið hefur verið byggt eftir hrunið, sem nemur 200 til 500 íbúðum á hverju ári. Þörfin er hins vegar 1.500 til 1.800 íbúðir á ári. Í Peningamálum Seðlabanka Íslands, sem komu út á vaxta- ákvörðunardegi í gær, kemur fram að verðbólguhorfur til næstu tveggja ára hafi versnað. Það er ekki síst vegna þess að of lítið framboð er af litlum og meðalstórum íbúðum, sem gæti þrýst fasteignaverði upp á við og þar með þrýst á um meiri verðbólgu, en fasteigna- og leiguverð vegur um 18 prósent af vísitölu neysluverðs. Uppbyggingin á Höfðatorgs reitnum kemur því að mörgu leyti á besta tíma þegar þessar forsendur eru skoðaðar, það er að vaxandi eftirspurn er eftir litlum og meðalstórum íbúðum, ekki síst miðsvæðis í Reykjavík. „Bókfært virði nítján hæða turnsins á Höfða- torgi var 11,2 milljarðar króna í árslok 2011.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.