Kjarninn - 13.02.2014, Blaðsíða 11
04/06 EFnahagsmál
óvenjulegum tækifærum auk þess sem bankar þar í landi
hafa mikla þekkingu á kjarna atvinnuvegum Íslendinga
(sjávarútvegi, orku og ferðamennsku). Þeir atvinnuvegir eru
líka uppistaðan í viðskiptavinaneti Íslandsbanka.
Samkvæmt heimildum Kjarnans var mjög vel tekið í
hugmyndir um að tvískrá Íslandsbanka á markað og full-
trúar bankanna sem fundað var með töldu að fjárfestar
væru orðnir áhættusæknari en þeir hefðu verið lengi. Þar
hefði hjálpað til að fjárfestingar í bönkum sem hafa gengið í
gegnum miklar krísur, á borð við Spán og Írland, hefðu náð
að skila góðri ávöxtun.
Oft verið reynt áður
Þetta er fjarri því í fyrsta skiptið sem reynt er að selja íslensk-
an banka erlendis. Þegar ríkisbankarnir voru seldir í kring-
um síðustu aldamót var það alltaf stefnan að koma þeim,
að minnsta kosti að hluta, í eigu erlendra fjármálastofnana.
Áhuginn á þeim tíma var hins vegar lítill og stefnan gekk
ekki eftir. Þess í stað voru bankarnir seldir í hendurnar á
íslenskum kaupsýslumönnum með enga reynslu af banka-
starfsemi. Það fór síðan sem fór.
Eftir hrun hefur þetta verið reynt nokkrum sinnum líka
en án árangurs. Ástæðan hefur kannski fyrst og síðast verið
óvissa um hvernig efnahagur bankanna myndi líta endanlega
út. Það hefur verið erfitt að reikna það út, sérstaklega vegna
gengislánamála sem hafa orsakað sí felldar breytingar á
Páll harðarson: ákjósanlegt að fá erlenda eigendur
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir
tvískráningu rökrétt skref í mörgum tilfellum. „Ég
vil síður tjá mig um einstök fyrirtæki en við finnum
það í samtölum við kollega okkar í kauphöllinni í
Stokkhólmi að fjárfestar þar eru mun áhugasamari
gagnvart því að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum en
maður hafði gert sér grein fyrir.“
Spurður hvort honum hugnist að tíu til 20 prósenta
hlutur í bönkunum verði skráður í kauphöllina
hérlendis segir Páll það ágæta byrjun. „Erlendir
fjárfestar horfa á skráningar á heimamarkaði til að
sjá hvort hann hafi áhuga á fyrirtækinu. Varðandi
bankana er það rökrétt aðferðarfræði að byrja á
hlut af þeirri stærðargráðu. Það væri mjög ákjósan-
legt að fá erlenda eigendur að svona fyrirtækjum.
Og það skiptir miklu máli til skamms tíma vegna
haftanna. Stjórnvöld ættu að gera allt sem þau geta
til að koma eignarhlutum í erlenda eigu.“