Kjarninn - 13.02.2014, Page 27
02/06 hEilBrigðismál
É
g sá auglýsingu á Facebook,“ segir Halldóra
Larsen, ung kona sem ætlaði að verða staðgöngu-
móðir fyrir hjón sem gátu ekki eignast barn. Áður
en hún gat látið til skarar skríða komst hún að því
að hún gekk sjálf með sitt þriðja barn.
Halldóra þekkti ekkert til fólksins sem hún ætlaði að
ganga með barn fyrir. „Ég setti mig í samband við fólkið.
Þau spurðu mig hvort ég væri jafnvel til í að fara út fyrir
landsteinana í glasafrjóvgun og ég svaraði játandi,“ segir
Halldóra.
„Fyrst voru þau að hugsa um að fara til Danmerkur en svo
fundu þau leið til þess að gera þetta hér á landi.“ Halldóra
segir leiðina sem hljónin hafi fundið til að gera draum sinn
að veruleika hér á landi hafa verið mjög flókna. „Fyrst hefðu
þau þurft að skilja og þá hefðum ég og konan skráð okkur
í sambúð. Næst hefðum við farið í glasafrjóvgun með eggi
konunnar og sæði mannsins og svo myndi ég ganga með
barnið. Eftir meðgönguna myndi maðurinn vera skráður sem
faðir barnsins og ég sem móðir. Að lokum hefði ég þurft að
afsala mér forræðinu og síðan hefðu þau gift sig aftur og hún
ættleitt barnið,“ útskýrir Halldóra.
Ætluðu að borga allan kostnað
Halldóra segir hjónin að sjálfsögðu hafa ætlað að borga allan
kostnað sem fylgdi ferlinu og meðgöngunni. „Þau hefðu
borgað fyrir allt, glasafrjóvgunina, hormónameðferðir og
fleira, en ég ætlaði að gera þetta í velgjörðarskyni þannig að
ég hefði ekki fengið borgað fyrir þetta.“
„Mig langaði til að gefa einhverjum öðrum sömu gleði og
ég finn fyrir með börnin mín. Ég á börn og þau eru líf mitt og
yndi. Ég vildi gefa þessu fólki líf,“ segir Halldóra spurð að því
hvers vegna hún hafi íhugað að gerast staðgöngumóðir fyrir
ókunnugt fólk.
Halldóra viðurkennir að tilhugsunin við að láta frá sér
barn sem hún hefði gengið með og fætt hafi hrætt sig. „Ég
væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki leitt hugann að því
hvað myndi gerast ef ég myndi fríka út á miðri meðgöngu
hEilBrigðismál
Guðný Hrönn
Antonsdóttir og María
Lea Ævarsdóttir