Kjarninn - 13.02.2014, Page 52

Kjarninn - 13.02.2014, Page 52
02/07 pistill hjá honum, oftast vegna sakleysislegra kvefvírusa. Þetta gerðist í síðustu viku og varð til þess að við mæðginin dvöldum á barnaspítala í þrjá sólarhringa. Atlætið þar var til fyrirmyndar; barnalæknarnir þægilega smámunasamir í huga taugaveiklaðrar móður, heitt te á könnunni allan sólarhringinn, mæðrum boðið upp á ilmandi jurtaolíu til að nudda börnin og í föndurherberginu gátu krakkarnir málað, leirað og teiknað. Daginn eftir komuna fengum við herbergisfélaga: konu af tyrkneskum uppruna og dóttur hennar, nokkurra mánaða gamla og líka með barkabólgu. Konan var hin alúðlegasta, á aldur við mig og kvaðst vera fimm barna móðir með tvö önnur veik börn heima. Þegar fjölskyldan hennar birtist skömmu síðar dáðist ég að því að þau skyldu fjölmenna á spítalann með fullar körfur af mat. Þarna voru mætt afinn og amman, systir konunnar, bróðir pabbans og auðvitað pabbinn sjálfur. Við eiginmaðurinn sammæltumst um að svo innilega samstöðu vantaði tilfinnanlega í marga íslenska fjölskylduna. Þegar líða tók á daginn … … fór mesti ljóminn af heimsókninni. Maðurinn minn var löngu farinn heim en stórfjölskyldan sat sem fastast. Amman og afinn rifust hástöfum á milli þess sem sá gamli sönglaði: inshallah! Mamman spjallaði óðamála við systur sína og pabbinn snerist í hringi ásamt bróður sínum. Matarlyktin sem hafði verið svo góð um hádegisbil var orðin staðin og þau voru svo fyrirferðarmikil að við mæðginin komumst hvergi fyrir nema í rúminu. Sonurinn varð óþolinmóður svo ég ákvað að rölta með hann í gestaherbergið á ganginum. En þar var önnur stór- fjölskylda, líka af tyrkneskum uppruna, og ennþá fjöl- mennari en hin, í fljótu bragði taldi ég tólf manns. Þau höfðu einnig kokkað fyrir heimsóknina, þarna var búið að dekka upp borð eins og í fínasta lífsstílsblaði. Næst lá leiðin í föndurherbergið góða. Þar var þá mætt þriðja stórfjölskyldan, sú virtist erkiþýsk að uppruna,

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.