Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Page 26

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Page 26
24 liður sé vísbending um lánsfjárþörf hins opinbera, eða öllu heldur þeirra opinberu umsvifa, sem þessi skýrslugerð nær til. Ber þá sérstaklega að geta þess, að endurlánareikningur ríkissjóðs kemur hér ekki inn í myndina, né heldur lánastarfsemi annarra opinberra aðila, sem til þessa hafa ekki talist til A-hluta ríkisreiknings. Þjóðhagsstofnun vinnur nú að frekari athugunum og skýrslugerð um þetta efni og verða niðurstöður birtar á næstunni. 6. Obein umsvif hins opinbera. 6.1 Inngangur. Eins og fram hefur komið, hefur þátttaka hins opinbera í hagkerfinu, sem ekki verður beinlínis aðgreind í þjóðhagsreikningum, lítt verið rannsökuð kerfisbundið, enda oft óhægt um vik. Hitt er þó víst, að heildarumsvif hins opinbera, bein og óbein, hafa stóraukist á undanförnum áratugum. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um óbein umsvif hins opinbera og hvernig þau koma helst fram, sem eins og áður segir er einkum með fernum hætti: Með þátttöku hins opinbera í almennum atvinnurekstri; með sérstökum skattalegum ráðstöf- unum, sem ýmist íþyngja eða hygla einstökum atvinnugreinum eða þjóðfélags- hópum; með lántökum, lánveitingum og lánsábyrgðum; og að lokum með lagaákvæðum, sem takmarka athafnir fyrirtækja og heimila. 6.2 Opinber fyrirtœki. Með opinberum fyrirtækjum er hér átt við stofnanir í eigu hins opinbera, sem standa að öllu eða verulegu leyti undir kostnaði við starfsemi sína með tekjum af sölu á vörum og þjónustu eða hafa með höndum starfsemi sem í meginatriðum er hliðstæð starfsemi einkaaðila. Slíkum fyrirtækjum má skipta annars vegar í framleiðslufyrirtæki, þ.e.a.s. fyrirtæki sem framleiða vöru og þjónustu, og hins vegar lánastofnanir eða sjóði. Þó verður að hafa ýmsa fyrirvara á þessari skiptingu, sjá m.a. grein 2.2 hér að framan. Ekki er til neitt einhlítt hagfræðilegt samband milli tilurðar opinberra fyrirtækja og þeirrar vöru, sem þau framleiða. Samneysluvörur geta allt eins verið framleiddar af einkaaðilurn sem opinberum fyrirtækjum. Astæður fyrir tilurð opinberra fyrirtækja geta hins vegar verið af margvíslegum toga, allt frá tæknilegum til stjórnmálalegs. Hér skulu nefndir nokkrir þættir framkvæmda- legs eða tæknilegs eðlis sem taldir eru réttlæta stofnun opinberra fyrirtækja. í fyrsta lagi getur eðli vöru eða þjónustu verið þannig, að ekki er talið heppilegt að mati flestra, að einkaaðilar sjái um framboð hennar. Þetta á t.d. við um þjónustu réttar- og öryggiskerfisins, sömuleiðis að hluta um menntakerfið. í öðru lagi getur tilurð opinbers fyrirtækis komið í stað annars nauðsynlegra afskipta hins opinbera. En ýmis skilyrði í þjóðfélaginu geta stuðlað að óhagkvæmri notkun framleiðsluþáttanna, sömuleiðis að einkasölu og árekstrum milli hins opinbera og einkaaðila, sem aftur kallar á viss afskipti hins opinbera. Hið opinbera getur því í mörgum tilfellum staðið andspænis valinu á milli mismikilla afskipta (stýringar) eða þess að standa sjálft að framleiðslu viðkom- andi vöru og þjónustu. Dæmi um slík opinber fyrirtæki eru Póstur og sími, Vegagerð ríkisins, ÁTVR og Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli.

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.