Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 26

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 26
24 liður sé vísbending um lánsfjárþörf hins opinbera, eða öllu heldur þeirra opinberu umsvifa, sem þessi skýrslugerð nær til. Ber þá sérstaklega að geta þess, að endurlánareikningur ríkissjóðs kemur hér ekki inn í myndina, né heldur lánastarfsemi annarra opinberra aðila, sem til þessa hafa ekki talist til A-hluta ríkisreiknings. Þjóðhagsstofnun vinnur nú að frekari athugunum og skýrslugerð um þetta efni og verða niðurstöður birtar á næstunni. 6. Obein umsvif hins opinbera. 6.1 Inngangur. Eins og fram hefur komið, hefur þátttaka hins opinbera í hagkerfinu, sem ekki verður beinlínis aðgreind í þjóðhagsreikningum, lítt verið rannsökuð kerfisbundið, enda oft óhægt um vik. Hitt er þó víst, að heildarumsvif hins opinbera, bein og óbein, hafa stóraukist á undanförnum áratugum. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um óbein umsvif hins opinbera og hvernig þau koma helst fram, sem eins og áður segir er einkum með fernum hætti: Með þátttöku hins opinbera í almennum atvinnurekstri; með sérstökum skattalegum ráðstöf- unum, sem ýmist íþyngja eða hygla einstökum atvinnugreinum eða þjóðfélags- hópum; með lántökum, lánveitingum og lánsábyrgðum; og að lokum með lagaákvæðum, sem takmarka athafnir fyrirtækja og heimila. 6.2 Opinber fyrirtœki. Með opinberum fyrirtækjum er hér átt við stofnanir í eigu hins opinbera, sem standa að öllu eða verulegu leyti undir kostnaði við starfsemi sína með tekjum af sölu á vörum og þjónustu eða hafa með höndum starfsemi sem í meginatriðum er hliðstæð starfsemi einkaaðila. Slíkum fyrirtækjum má skipta annars vegar í framleiðslufyrirtæki, þ.e.a.s. fyrirtæki sem framleiða vöru og þjónustu, og hins vegar lánastofnanir eða sjóði. Þó verður að hafa ýmsa fyrirvara á þessari skiptingu, sjá m.a. grein 2.2 hér að framan. Ekki er til neitt einhlítt hagfræðilegt samband milli tilurðar opinberra fyrirtækja og þeirrar vöru, sem þau framleiða. Samneysluvörur geta allt eins verið framleiddar af einkaaðilurn sem opinberum fyrirtækjum. Astæður fyrir tilurð opinberra fyrirtækja geta hins vegar verið af margvíslegum toga, allt frá tæknilegum til stjórnmálalegs. Hér skulu nefndir nokkrir þættir framkvæmda- legs eða tæknilegs eðlis sem taldir eru réttlæta stofnun opinberra fyrirtækja. í fyrsta lagi getur eðli vöru eða þjónustu verið þannig, að ekki er talið heppilegt að mati flestra, að einkaaðilar sjái um framboð hennar. Þetta á t.d. við um þjónustu réttar- og öryggiskerfisins, sömuleiðis að hluta um menntakerfið. í öðru lagi getur tilurð opinbers fyrirtækis komið í stað annars nauðsynlegra afskipta hins opinbera. En ýmis skilyrði í þjóðfélaginu geta stuðlað að óhagkvæmri notkun framleiðsluþáttanna, sömuleiðis að einkasölu og árekstrum milli hins opinbera og einkaaðila, sem aftur kallar á viss afskipti hins opinbera. Hið opinbera getur því í mörgum tilfellum staðið andspænis valinu á milli mismikilla afskipta (stýringar) eða þess að standa sjálft að framleiðslu viðkom- andi vöru og þjónustu. Dæmi um slík opinber fyrirtæki eru Póstur og sími, Vegagerð ríkisins, ÁTVR og Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.