Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Page 6

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Page 6
6 Nýtt S. O. S. verksins aftnr á raunhæfan grundvöll. En nú voru það ekki Egyptar eða ætt- flokkar frá Litlu-Asíu, er vildu hefjast lianda, heldur Evrópumenn. Árið 1846 var stofnað í París félag til að undirbúa framkvæmdir á Súezeiði. Þá hóf Negrelli, Austurríkismaður, ítarlegar rannsóknir á eiðinu árið 1847, en þó ekki í samráði við félagið í París. En tíu árum síðar lagði hann niður- stöður rannsókna sinna fyrir Parísarfélag- ið. Félagið hafði þá líka unnið mikið und- irbúningsstarf, svo það fól franska ræðis- manninum í Kairó, Fernand de Lesseps, að útvega sérleyfi til skurðgraftarins hjá egypska varakonunginum Mohammed Sa- id. Hinn 30. október 1854 veitti Mohamm- ed Said félaginu einkaleyfi til framkvæmd- anna til 99 ára. Leyfið skyldi gilda frá þeim degi, er skurðurinn væri opnaður til umferðar. Samkvæmt samningnum hef- ur Egyptaland fullan umráðarétt yfir skurðinum að þessum 99 árum liðnum. En nú leið enn langur tími unz hægt var að stinga fyrstu skóflustunguna. Á- ætlanir Negrellis voru vandlega athugað- ar og hlutu viðurkeningu félagsins. Á þeim byggði það síðar framkvæmdir sín- ar. Varakonungur Egyptalands tilnefndi Negrelli aðalframkvæmdastjóra Súezskurð- arins. En hann naut ekki ávaxta erfiðis síns, því hann lézt nokkru síðar. Þá greip Less- eps tækifærið. Hann aflaði sér réttinda Austurríkismannsins, keypti allar áætlan- ir hans og teikningar og stofnaði hlutafé- lag með nafninu: „Compagnie Univer- selle du Canal Maritime de Suez“, og svo nefnist félagið enn í dag. Af 400 þús. hlutabréfum, er út voru gefin og hljóð- uðu hvert á 500 gullfranka, keyptu fransk- ir sparifjáreigendur 314494, afganginn yf- irtók egypski varakonungurinn. Þá var safnað stofnfé 200 milljónum gullfranka og síðan tekið til óspilltra mál- anna. F.n erfiðleikarnir reyndust miklum mun meiri en menn höfðu gert sér í hug- arlund. Bretar urðu verstir viðureignar. Þeir reyndu, með hverskonar brögðum og undirróðri, að hindra verkið, svo það var fyrst þann 2rv apríl 18ivq, að verkið var hafið í Port Said. 25 þúsund verkamenn voru ráðnir til starfa. 18000 úlfalda þurfti til flutninga, og hvorki meira né rninna en 16000 voru notaðir til þess eins að flytja drykkjar- vatn lianda verkamönnunum. Kostuðu þeir flutningar 8000 franka á dag. Öflun drykkjarvatnsins var mikið vanda- mál. Var því grafinn skurður frá Zagazig, er kemur úr Nílarfljótinu. Skurðurinn var 17 metra breiður, 8 metrar í botninn og 2 metra djúpur. 29. desember 1863 var skurðurinn fullgerður og var þá lokið hinum kostnaðarsömu vatnsflutningum. Við það sparaðist árlega þrjár milljónir franka. Það tók tíu ár að grafa Súezskurðinn. Vígsluathöfnin var einn glassilegasti við- burður 19. aldar. Sex þúsund gestir hvað- anæva úr heiminum voru boðnir til vígslu- liátíðarinnar. Meðal annars fór þar fram hátíðarsýning á óperunni „Aida“ eftir Verdi. Skurðurinn var opnaður til um- ferðar að undangengnum hátíðarhöldun- um þann 17. nóvember 1909. Fimm til sex tugir herskipa voru komin til Port Said. Þau skutu heiðursskoti hvert sinn er einhvern konung í Evrópu bar að á lystisnekkju sinni. Fyrsta skipið, er fór um skurðinn, var skemmtisnekkja Eug- éinu keisaradrottningar Frakklands, „L’Al- gle“. Lesseps var og með í förinni. Átta-

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.