Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Qupperneq 28

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Qupperneq 28
28 Nýu. S. (). S. Hann sleppti taki sínu á kassanum, enda mátti liann sín einskis gegn fimmmenn- ingunum. Hann náði í stól rétt hjá og komst loks að björgunarbát á hvolfi. Fjöldi mann hafði jtegar náð taki á honum. Á næstu klukkustundum gáfust margir upp. Hann var sjálfur meðvitundarlítill, en varð samt var við það, ,,að io menn létu lífið við hliðina á mér í sjónum." Ótti og erfiðleikar fjölmargra jukust stórlega við það, að þeir héldu, þá bæri til hafs. Wiemann, þjónn á fyrsta farrými, var ásamt 10 öðrum á fleka á hvolfi. Þar var einnig eitt lík. Hann örvænti um björgun. Ströndin sýndist hverfa í fjarska. Turner, skipherra, kom auga á máfana, sem svifu niður að honum. Hann barði þá frá sér með sterklegum höndum. Skyldu þeir vera í ætisleit, eða var þetta bara for- vitni? Ómur af sálmasöng barst út yfir hafflöt- inn, fyrst sorgþungir tónar sálmsins, „Ver hjá mér, herra,“ og skömmu á eftir „Hærra minn guð til þín.“ Sumir þóttust kenna í söngrium þjálfaðar raddir og fágaða tóna — hinir sömu Royal Gwent söngmenn, er sungu þjóðsöng Bandaríkjanna við brott- förina þaðan héldu söngskemmtun á hverju farrými yfir hafið. Fjórir félagar úr Royal Welsh karlakórnum höfðu kom- ið saman í einum bátnum. Bátur sá, sem Holbourn prófessor, var í, var of hlaðinn. Yfirmaðurinn, sem hafði á hendi stjórnina í honum, kom auga á annan bát, tóman að því er virtist, í þriggja mílufjórðunga fjarlægð. Þótt erf- itt væri um róður í svo hlöðnum báti, komst hann þangað, og voru þá tveir menn þar fyrir. 15 mönnum var raðað í bátinn, en samt voru æðimikil þrengsli. Er bátur Holbourns hélt í átt til lands, fór hann um endalaust flæmi, sem var dreift um allan sjó í boga, líkt og þeirri beygju, sem Lusitania hafði tekið eftir skotið. Mikill fjöldi drukknandi manna lirópuðu á hjálp, en yfirménnirnir, sem stýrðu bátn- um, neituðu að hjálpa. Holbourn taldi víst, að þeir hefðu áreiðanlega getað tekið upp að minnsta kosti 10 menn, án þess að stofna sér í hættu. Það, sem sérstaklega tók prófessorinn sárt, var að sjá 30 lík manna, sem höfðu drukknað vegna þess, að lífbeltin voru ekki rétt notuð. Yfirrafvirkinn, Georg Hutchinson, synti fram hjá manni nokkrum, sem hann hélt að væri Vanderbilt. Hutchinson reyndi að hagræða beltinu á honum í sjónum, en tókst ekki. Þá bar hvorn frá öðrum. Bátnum, sem Holbourn var á, var stefnt til lands. Ræðararnir komu auga á fiski- bát og lögðust enn fastar á. Þegar Herbert Ethardt hafði jafnað sig, sá hann, að hann var í nánd við bát á hvolfi. Þar héngu bræður tveir, er verið höfðu klefafélagar hans. Annar bátur á réttum kili lá að nokkru leyti ofan á hon- um. Yngri bróðirinn klifraði upp í bátinn, sem var réttur. Við það losnaði hann frá, og skildust bræðurnir þannig að. Ehrhardt og eldri bróðirinn tóku að hjálpa fólki upp á kjöl bátsins, sem þeir voru á. Kona nokkur, sem staðið hafði á öndinni, dó fáeinum augnablikum eftir að hún hafði verið dregin upp. Herbert var alveg hissa, hve skjótt bát- ana bar í sundur. Hinn báturinn með yngri bróðurnum var gersamlega horfinn sýnum. Þegar báturinn var að verða fullur, bar að mann nokkurn að þrotum kominn. Hann var dreginn upp. Nokkrar mínútur lá hann þarna og barðist við að ná andan-

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.