Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Page 30

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Page 30
30 JMýtt S. O. S. í skipið — það fannst hcnni mjög stórt, miðað við lífbátinn — en annar bátur með aðeins þrem mönnum kom í kallfæri. For- inginn í bátnum hennar spurði, hvað hefði komið fyrir. Því var svarað, að bátnum hefði hvolft og allir hinir væru einhvers staðar í sjón- unr. Röddin bað um hjálp til að róa aftur. „Eg get engan mann lánað ykkur,“ heyrði Elisabeth að foringinn svaraði um leið og hann hristi höfuðið. Nú liafði báða farkostina, lífbátinn og The Peel 12, borið saman. Elisabeth mældi fjarlægðina. „Þú mátt ekki missa mig,“ hreytti hún allt í einu út úr sér við foringjann. Hún lyfti pilsfaldinum og stökk ofan í bátinn. Hún kom rétt ofan í hann, en hann vagg- aði og veltist við þessa snöggu hreyfingu, en hvolfdi ekki. F.nn á ný bretti hún upp ermarnar á blússunni sinni og teygði sig eftir ár. 14. Tankskipið Narragansett hafði farið næstum því 22 mílur og var nú í aðeins 13 mflna fjarlægð frá þeim stað, er Lusi- tania hafði síðast gefið upp. Klukkan var 3,45 e. h. og annar stýTÍmaður, John Letts sá skyndilega sjónpípu á bakborða. „Sjónpfpa,“ hrópaði hann til Harwood, skipstjóra, sem stóð hinum megin á stjórn- palli. Þetta hróp barst svo um allt skipið, frá stefni og aftur í skut, frá manni til manns, og undir þiljur til vélamannanna. Tundurskeyti þaut í áttina að skipinu, áður en hasgt hafði verið að leggja stýrinu yfir. Þeir, sem voru á stjórnpalli, horfðu á það nálgast. Sólin skein í heiði, sjórinn var rennsléttur og blár — og því var þessi skelfilegi hlutur enn ægilegri. Það fór fáein fet aftan við Narragansett og hvarf á stjórnborða, í áttina til strandar. Um leið hvarf sjónpípan. Harwood, skipstjóri, leit á Letts, og Letts leit á manninn við stýrið. Hann leit aftur fyrir sig á bátsmanninn, sem stóð fyrir aftan hann. Hnúarnir á bátsmann- inum voru hvítir, er hann fór að rita þetta í dagbók skipsins. Einmitt um sama leyti, þegar tekið er tillit til mismunandi tímaákvörðunar, hafði Schwieger, höfuðsforingi, skotið öðru tundurskeyti, sem hann sagði, að hefði verið sitt síðasta. Það fór hjá skot- markinu, rétt fyrir aftan skipið, sem hann taldi vera flutningaskip, eign Cunard-lín- unnar. Hann skrifaði í dagbók sína, að skeytið hefði verið gallað. Hann var staddur einhvers staðar milli Kinsale og Fasnet, og nú var hann á heim- leið. Hann hélt aftur í átt til Orkneyja. Hann ætlaði að fara heim um tundurdufla- beltið í Norðursjó, þræða sig áfram til Wilhelmshaven í stað Emden, og þar byggi hann sig út í aðra ferð. Harwood, skipstjóri, var ekki lengi að átti sig á, hvað hér hafði gerzt. Þjóðverj- arnir höfðu sent út neyðarkallið, sem hann hafði heyrt fyrir um það bil hálfri ann- arri klukkustund, í ákveðnu augnamiði. „Snúið á bakborða,“ sagði hann við manninn við stýrið. Hægt snerist stefnið í vesturátt, í brott frá írlandi. Áhöfnin horfði á, hvernig froð- an í kjölfarinu myndaði hálfhring, og þeim varð léttara í geði. Næsta klukku- tímann sigldi skipið í krákustígum frá Lusitaniu. Um klukkan fimm sigldi Etonian fram á City of Exeter. Wood, skipstjóri á því

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.