Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Qupperneq 34

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Qupperneq 34
34 Nýti S. O. S. Konur gripu í ermarnar á okkur og grátbáðu okkur um upplýsingar um menn sína, og karlmennirnir gengu stöðugt milli hópanna í leit að dætrum sínum, systrum eða eiginkonum. Fjöldi af líkum sást liggja innan um málningardósir og kaðalrúllur á skuggalegum bryggjunum. Lusitania var komin í höfn! 15- Queenstown var orðin að stóru sjúkra- húsi. Það var eins og stórorusta hefði ver- ið háð í úthverfum hennar. Sumir þeir, sem komizt höfðu lífs af, höfðu þegar farið að leita sér að húsa- skjóli. Öðrum hafði þegar verið útvegað gistirúm fyrir milligöngu umboðsmanns Cunard-línunnar. Queen’s Hotel, það stærsta í borginni, með 43 herbergjum, varð í skyndi ígildi 1. farrýmis á Lusi- taniu. F.igandi þess, sem var þýzkur að uppruna, hljóp í felur innan um vínámur í kjallaranum. Á öðrum gististöðum varð gestahópur- inn sundurleitari. í Rob Roy deildi Wie- mann herbergi með C. T. Hill, einum þeirra, sem hann hafði borið á borð fyrir á fyrsta farrými. Þeir hlógu dátt yfir glasi af hinu dýrmæta eplavíni Hills, sem hann hafði gefið þjóninum að bergja á. Dorothy Conner bað mjög blátt áfram um herbergi og bað, al'veg eins og hún mundi hafa gert á gistihúsi vestan hafs. Dyravörðurinn kallaði upp hennar núm- er og bað hana halda áfram. Henni var vísað í herbergi ásamt fimm öðrum kon- Mörgum var hjálpað í rúmið, svo sem Theodate Pope. Hún skalf mjög mikið, þrátt fyrir stóra koníaksskammta. í and- dyrinu hitti hún unga manninn, sem aldrei borðaði rjómaísinn sinn eftir hádegisverð- inn. Hann var klæddur í ljósleitan slopp og gat ekki svarað þrálátum spurningum hennar um það, hvort Edwin Friend hefði bjargazt. Theodate hvíldist lítið þessa nótt, og svo var einnig um aðra þá, sem verið höfðu á Lusitaniu. Sífellt var verið að kveikja ljós í leit að litlum börnum, spyrjast fyr- ir um nöfn skipbrotsmanna og afhenda eða taka við símskeytum. Turner, skipherra, var gestur banka- stjóra nokkurs í íbúð Iians. Hann drakk reiðinnar ósköp af tei, honum tókst að þurrka einkennisbúninginn sinn og fór stutta stund út á götu. Þeir, sem sáu hann, kváðu hann líta vel út. Elisabeth Duckworth þurfti á læknis- hjálp að halda eftir áreynsluna og fékk vist í Westbourne-gistihúsi. Þá fyrst fann hún áhrifin 'af erfiðinu mikla. Hún rifjaði það upp fyrir sér, og þá fékk hún taugaáfall — hún náði sér ekki til fulls fyrr en eft- ir mánuð. Hún hitti þar Arthur litla Scott, drenginn, sem hún hafði hjálpað upp í lífbátinn, og komst að því, að trúboði nokkur ætlaði að sjá uin að koma honum heim til sín í Nelson. ; Niðurlag næst. Útgcfandi: Nýtt S. O. S., Vestmannaeyjura. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Sigurmundsson. — Verð hvers heftis kr. 10,00. — Afgreiðsla: Brimhólabraut 24, Vestmannaeyjum. — í Reykjavík: Óðinsgötu 17A, Stmi 14674. — Prentsmiðjan Eyrún h. f. um.

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.