Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 35

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 35
Nýtt S. O. S. 35. Til lesenda. Ákveðið hefur verið, að á næstunni taki að birtast í Nýtt S O S frásagnir af innlendum atburðum ýmiskonar, auk aðalfrásagnarinnar, sem framvegis mun verða um sögu og afdrif erlendra skipa eins og hingað til hefur verið. Sennilegt er, að fyrsta inirlenda frásögn- in geti birzt í næsta hefti. Frásagnir þessar verða af ýmiskonar mannraunum og slysförum, sem skeð liafa hérlendis bæði á sjó og landi og væri æskilegt að ná frásögnum af slíkum at- burðum sem víðast að af landinu. Þessar frásagnir mega ekki vera of lang- ar, ekki lengri en 6 síður í ritinu en mega fara allt niður í 3 sður. Frásagnir þessar mega vera af ýmiskonar atburðum, sem frásagnarverðir geta talizt og reynt hafa á þrek manna og manndáð. Þær .mega vera af slysförum, skipströndum, alls konar svaðilförum til lands og sjávar, stórbrun- um, vatnsflóðum, og ýmiskonar afreksverk- um o. s. frv. Ritið fer fram á það við lesendur sína, að þeir sendi því ýmiskonar slíkt efni til birtingar, þeir sem eiga slíkt skráð, og einnig, ef þeir vita um einhverja, sem slíkt efni eiga, að stuðla þá að því, að ritið fáí það til birtingar. Ef til eru myndir, í sambandi við frá- sagnirnar, væri mjög gott að láta þær fylgja með. Þær yrðu endursendar strax og búið er að nota þær. F.innig er hægt að endursenda notúð handrit ef þess er óskað. Ritið mun að sjálfsögðu greiða full rit- laun fyrir allt slíkt efni, sem tekið verð- ur til birtingar. Það er á allra vitorði, að mikið af svona efni lifir um land allt á vörum rnanna óskráð, og væntir ritið þess, að lesendur þess bregðist vel við og stuðli að því að fá þessar frásagnir skráðar og sendar til birtingar í ritinu. Utanáskrift ritsins er: NÝTT S O S Pósthólf 195, Vestmannaeyjjuiru

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.