Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 2

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 2
Leynavopn Japana. Að loknum œgilegum bardögum á sjó landi og i lofti, var svo komið, að fram sóhn Jaþatia á Kyrrahafi var stöðvuð. Þi hófst gagnsókn Bandaríkjamanna sumar ið 19/2 með þeirn árangri, að Japanir voru hraktir til baka frá einni eyjunn til annarrar á Kyrrahafi. Eitt þeirra mörgi viðfangsefna, sem sjóher Bandaríkjanm var œtlað að leysa var, að greiða þeim liðs auka, sem Jaþanir sendu á vigstöðvarnar sem allra þyngst högg. Þýðingarmesti stað urinn i þessum átökum var hafið mill meginlandsins og japönsku aðaleyjanna því voru sendir þangað margir ameriskit kafbátar. Fœstir þessara kafbáta komi nokkru sinni aftur úr þessum leiðangri þvi Japanir liöfðu einmitt um þessa, mundir fundið upp leyndardómsfullt varnarvop, sem varð óvinunum skeinu hœtt. Þetta varð til þess, að Japanir gáti farið sinu fram um sinn. Það var ekk fyrr en ameriskir froskmenn liöfðu ger fífldjarfar tilraunir til þess að komast að leyndarmálinu, að leynivopnið fannst oc unnt var að varast það. * Fyrst var þetta nýja vandamál tekið til um ræðu hjá Nimitz flotaforingja. Málið var rætt í herstjórnarsölum Bandaríkjaflotans á Kyrra hali, Pearl Harbour á Hawai. í þrjú ár höfðu Bandaríkin verið í stríði við Japarii, er hér var komið sögunni. Mennirnir, sem komu til fundarins hjá Nim itz flotaforingja, voru Lockwood aðmíráll, yf irmaður kalbáta Bandaríkjanna á Kyrrahafi, þá voru þar komnir ýmsir yfirmenn flotans, skip- herrar og fleiri. Ennfremur hópur manna í blá-. um einkennisbúningum með gylltum erma- böndum breiðum. Það voru háttsettir liðsfor- ingjar í liði flotaforingjanna beggja. James Hickok lautinant varð ekki lítið undr andi, er hann var kvaddur á þennan umræðu- fund hinna háu herra. Til hvers var eiginlega ætlazt af honum, manni, sem ekki skipaði þýðingarmeiri stöðu 2----------NÝTT SOS innan sjóhersins? Hann hafði spurt sjálfan sig þessarar spuiningar nokkrum sinnum, þegar hann var á leiðinni frá Ford Island með hafn- arbátnum. Og enn leitaði hann að svari, er hann gekk eftir köldum gangi inn í kortaher- bergi flotaforingjans. Liðþjálfar og starfsstúlkur sjóhersins voru á þönum fram og aftur í göng- unum. Það virtist allmikið um að vera hjá her- stjórninni og James Hickok hélt ósjálfrátt á- frarn að brjóta heilann um það, sem nú væri í vændum. Skyldi ný landganga vera í aðsigi? Nokkrum sinnum hafði froskmönnum verið falið að njósna um starndvígi óvinanna og sprengja þau eða þá að ryðja úr vegi tálmunum neðansjávar áður en landgangan hófst. En sarnt sem áður, aldrei hafði það skeð, að æðstu yfirmenn sjóhersins tækju sameiginlega ákvörðun um ekki viðameiri verkefni. Manninn í biðherbergi flotaforingjans þekkti hann, þar var kominn Arvil Stones hershöfð- ingi, sérlegur aðstoðarforingi Nimitz. Þeir voru bekkjabræður úr sjóherskólanum. Stones leit upp frá skrifborði sínu og kinkaði kolli til komumanns. „Gott, að þú ert kominn, James,“ mælti hann. „Það er langt síðan við höfum sézt, enda er starfssviðið nokkuð ólíkt,“ hélt hershöfðinginn áfram, en Hickok kinkaði kolli til samþykkis. „Já, manni finnst stundum, að maður sé helzt til útilokaður frá öllu sem snertir sjó- herinn. Hvað er eiginlega á sei£)i?“ spurði Jam- es og benti með höfðinu á stóra, leðurklædda lmrðina inn af skrifstofunni. „Sjáum, hvað setur,“ mætli aðstoðarforing- inn. „Farðu bara innfyrir, þeir bíða þar eftir þér. En komdu hér við seinna. Kannski fáunt Eramhald á 36. síðu. ATYTT SOS kemur út 10 sinnum á ári verð hvers heftis i búðum kr. 12,50. Askriftarverð er kr. 100,00 og borgist fyrirfram. Ritstjóri og á- byrgðarmaður: Gunnar Sigurniundsson. — Ut- anáskrift til blaðsins er: NYTT SOS, Pósthólf 195, Vestmannaeyjum. Afgreiðsla i Reykjavik: Óðinsgötu ijA, simi 14654. Prentsm. Eyrún h.f.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.