Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 3

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 3
13 sólarhringa barðisl Carlsm skipsífóri við að bfarga skipi sinu, „'Jlying Snhrprisc. Fáir atburðir vöktu meiri athygli á síðasta áratug en barátta Carl- sens skipstjóra til bjargar skipi sínu „Flying Enterprise" í lok desember- mánaðar 1951, á Atlantshafi. Farþega- og flutningaskip er á reki á Atlantshafi. Skipið er 6711 smálestir, farþegar og áhöfn hefur yfirgefið skipið. Útlitið er ekki gott fyrir þetta úthafsskip, sem rekur fyrir stormi og stór- sjóum með 60 gráðu hliðarhalla. En skipstjórjnn neitar að yfirgefa skip sitt, sem hlýtur að hverfa í djúpið fyrr eða síðar. í þrettán sólarhringa er hann einn um borð við hinar erfiðustu kringumstæður, í beljandi stormi og hafróti. Þá kemur loks hjólpin, en of seint. Því verða þau raunalegu endalok þessa skips, skipsins hans, að það ferst, er skammt var til hafnar. Enn einu sinni hefur hafið sigrað, en hinn viljasterki maður tapað. Dráttarskipið, sem sent var skipinu til bjargar, kemur til Falmouth með skipstjórann innan- borðs, sem allar siglingaþjóðir tala um sem „mann dagsins'. Maður sá er í einu vetfangi orðinn heimsfrægur og hann heitir Kurt Henrik Carlsen, bandariskur borgari, fæddur í Danmörku, skipstjóri á „FLYING ENTERPRISE". — Það, sem skeði þessa þrettán sólarhringa, mun vera einsdæmi í siglingasögu heimsins. SKIPIÐ OG SKIPSTJÓRINN. Föstudaginn 21. desember 1951 lét ameríska flutningaskipið FLYING ENTERPRISE úr höfn í Hamborg. Skipið var 6711 br. lestir, sem fyrr segir og var í eigu útgerðarfélagsins Is- brandtsen &: Co. í New York. Það er 41 manns áhöfn á skipinu. Þá eru 14 farþegar til Bandaríkjanna, þeirra á meðal 5 NÝTT SOS---------3 konur og eitt barn. Skipið var lestað bifreiðum, ritvélum, kaffi, verðmætum listmunum, mál- verkum, postulíni og húsgögnum í gömlum stíl, sem Bandaríkjamenn höfðu keypt í Ev- rópn. Þá má nefna 8 ítalskar fiðlur, hinar mestu gersemar, sumar virtar á 100.000 þýzk mörk. Allmikið var af stykkjavöru með skipinu og mikið af pósti til Bandaríkjanna. Skipstjórinn á þessu stærsta skipi Isbrandt-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.