Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 30

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 30
Skyndilega greip Alicia í handlegg vinkonu sinnar og kleip fast um hann. Þau gátu greint eitthvað dökkleitt koma eftir götuslóðanum er lá að gamla vitanum fram hjá hrörlega kofan- um, sem þær stóðu undir. Alicia teygði vinstri höndina aftur fyrir sig og náði taki á öxinni, sem stóð á bak við liana. Ut úr þokunni kom nú maður . . . mikill risi. Hann var yfir tvo metra á hæð, breiðaxla með svera vöðvamikla handleggi. Hann var það minnsta 230 pund á þyngd . . . og hann var líka alls nakinn, sáu þær, þegar hann kom nær felustað þeirra. í hægri hönd bar hann sveran lurk, og tautaði fyrir munni sér. Tirza þrýsti hönd Aliciu, — Eg er svo hrædd, hvíslaði hún. — Eigum við ekki að fela okkur? — Róleg, hvæsti Alicia á móti. — Hann er búinn að drepa alla á þessari eyju, nema okkur, Gracia og börnin. Hann verður að deyja. Ef við ekki drepum liann, drepur hann okkur. Það er ekki morð, Tirza . . . það er blátt áfram sjálfsvörn. Vilt þú heldur vera konan hans? Hún snéri höfðinu og leit á vinkonu sína leiftrandi aúgum. Tirza leit niður. Hún vissi, livað Alicia meinti. Hún hafði sjálf séð, hvern- ig farið hafði fyrir hinum. — Eg slæ fyrst, sagði Alicia rólega. — Svo strax, þegar ég hef komið á hann höggi, verður þú að korna mér til hjálpar. Maðurinn staulaðist fram hjá þeim í áttina til kofans þar sem börnin voru. Hann fór fram hjá þeim í rninna en tveggja metra fjarlægð, en kom ekki auga á þær. Alicia beið, þar til hann var korninn fram hjá þeim og snéri að þeim baki. Svo stökk luxn frarn, snöggt og hljóðlaust eins og ljónynja . . . Clipperton-eyjan, sem nú er undir frönsku yfirráðasvæði, er ein af einangruðustu eyjum veraldarinnar. Hún liggur í norðvestur af Gala- pagos-eyjunni á 10,18 norður breiddargráðu og 109,15 gráðu vestlægrar lengdar. Á fyrri heimsstyrjaldarárunum gleymdist eyj- an gersamlega. Um 30 menn urðu þar eftir og gleymdust gjörsamlega heiminum, af því að allt í einu komu aðrir og hræðilegri hlutir til sögunnar NÝTT SOS sem heimurinn fékk áhuga fyrir að fylgjast með: styrjöldin. Þeir dóu . . . ýmist eðlilegum dauða eða fyr- ir hendi brjálaðs manns . . . þar til dag einn, að ekki voru eftir nema þrjár konur og sjö börn, ásamt þessum brjálaða morðingja. Eyjan er um það bil sjö kílómetrar að um- máli og inn í hana géngur fallegur vogur, þar sem gott er fyrir smáskip að leita í var, þegar stormarnir æða og Kyrrahafið leikur sinn dauðadans. Árið 1856 varð eyjan ein af gúanó-eyjum Bandaríkjanna, en enginn tók sér þar bólfestu. Eyjan kom undir yfirráð Frakka, en 1897 tók Mexikó liana og setti þar upp litla lierstöð. Og svo leið tíminn og enginn hafði neinn áhuga fyrir Clipperton-eynni, fyrr en Panama- skurðurinn var opnaður. Þá fékk hún allt í einu þýðingu vegna legu sinnar. Frakkar gerðu strax kröfu til liennar, en lýstu sig svo samþykka því, að Victor Emm- anuel, konungur Ítalíu, skæri úr um, hverjum eyjan skyldi tilheyra. í febrúar 1930 ákvað hann, að eyjan skyldi tilheyra Frakklandi, og rúmum tveim árum síðar afhenti Mexikó — með mótmælum — eyna til Frakklands. í síðari heimsstyrjöldinni höfðu Bandaríkja- menn herstöð á eynni, en í dag er ekki lifandi sál þar. Hún er útdauð. Þar sjást aðeins nrávar og villtir sjófuglar. Og vindurinn hvíslar 11111 ógnir þær, er hann sá, þegar menningin þar varð svo smá í baráttúnni við hið dýrslega ofbeldi . . . Strax eftir aldamótin síðustu hóf brezkt fé- lag . . . Pacific Islands Company . . . að vinna fosfórnámur á eynni, og á árunum fram að fyrri heimsstyrjöldinni voru þar alltaf kringum 100 manns búsettir, verkamenn og hermenn. En er stíðið skall á þótti nauðsynlegt, að allir vopn- færir menn flykktust til heimalandsins. Og Mexikó kallaði hermenn sína heim. En Mexikó hafði samt lofað að senda skip með byrgðir annan hvern mánuð, því þessi litla eyja gat aðeins brauðfætt 5—6 manns. Þar voru einungis nokkrir kókospálmar og tóbaksakur, svo og fáein villisvín og dálítið af fugli. En það fóru ekki allir Mexikanarnir heim. Ramon de Arnaud kaptenn varð eftir sem full- 30

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.