Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 8

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 8
að hann rakst á björgnnarbát herflutninga- skipsins General A. W. Greely og skemmdist þá skrúfan á þeim bát. Varð sá bátur ónothæf- ur um sinn. Klukkan 05,05 er lokið við að bjarga öllum farþegum og skipverjum af Flying Enterprise utan skipstjóranum. Tíu mínútum seinna var áhöfn hins bilaða báts frá General Greely kom- in heilu og liöldnu um borð í Southland. Brezka skipið Sherborne, General A. W. Gree- ly og Southland hafa lokið björgunarstarfi sínu. Klukkan 05,30 heldur Southland áfram ferð sinni til Rotterdam. Um borð í skipinu eru 7 farþegarnir á Flying Enterprise, þeirra á meðal 5 konur, drengur og 8 skipverjar, samtals 15 manns. Norska olíuskipið H. Westtfal Larsen bjargaði 56 ára gömlum kyndara, Filipino Balt- hazar Gavilan frá New York. Smyrjari, George Miterko að nafni, hraktist tvær klukkustundir í öldurótinu. Hann liafði meiðzt á handlegg, gat ekki haldið sér í björg- unartækin þegar liann kom upp á yfirborðið og rak á brott. Það varð honum til lífs, að liann rak í áttina að Arion. Einn hásetanna, Kurt Hensel, fór niður með skipshliðinni og náði taki á manninum, en varð að sleppa vegna þess, að skipið tók mikla veltu. Skömmu seinna heppnaðist honurn þó að ná manninum. „Eg hef nú verið 26 ár til sjós, en svona djöf- ulgang hef ég ekki upplifað fyrr,“ sagði hann. Nú var lokið við að bjarga öllum af Flying Enterprise nema skipstjóranum. JÁRNKALDUR SKIPSTJÓRI. Áður en skipin halda á brott fer bátur frá Southland og Ieggur að Flying Enterprise. En Carlsen skipstjóri neitar ákveðinn að yf- irgefa skip sitt. „Þér verðið að koma, skipstjóri. Við getum ekki beðið lengur. Skipinu getur hvolft á hverri stundu!" „Eg þekki skipið mitt. Því mun ekki hvolfa. Eg hef skipun útgerðarinnar um það, að yfir- gefa ekki skipið fyrr en björgun sé algerlega útilokuð. Eg verð kyrr um borð þangað til dráttarskip kemur til hjálpar!“ NÝTT SOS „Golden Eagle“ var kyrr á staðnum unz tundurspillir frá Bandaríkjunum kom og tók sér varðstöðu hjá skipinu. * Carlsen skipstjóri var nú aleinn um borð. Það var varla hægt að lireyfa sig öðruvísi en skríða, renna sér eða hanga í böndum. Ekkert ljós, engin upphitun, ekki heitur matarbiti. Kuldinn um nóttina var illþolandi. Ljósin á Golden Eagle sveifluðust til og frá skannnt frá flakinu. Carlsen skríður um í leit að rafgeymi til þess að setja hann við tækin í loftskeytaklefanum. Þá fær skipstjórinn vitneskju um, að útgerð- arfélagið hefur kvatt tvö dráttarskip á vettvang til þess að draga skipið til hafnar. Annar drátt- arbáturinn er hollenzkur, „Ocean“, hinn er stærsti og aflmesti dráttarbátur brezka flotans, „Turmoil". Hann reiknar út, að samkvæmt stöðu þeirra nú, ættu þeir að geta verið komn- ir á staðinn eftir tvo daga. * Að morgni 30. desember, sem ber upp á sunnudag, fær Carlsen þá frétt, að hollenzki dráttarbáturinn Ocean, sem var á leið til hans, liafi fengið skipun um að fara öðru skipi til aðstoðar, sem var í sjávarháska í Biskyaflóa. Aðrir dráttarbátar eru ekki í nánd. En Carl- sen veit, að aðrir dráttarbátar hafa verið til kvaddir og auk joeirra er tundurspillirinn „John W. Weeks“ á leið til hans. Það hefur valdið Carlsen miklum erfiðleik- um að finna sér matföng. Loks finnur liann risastóra köku, hann stingurhendinni í hana miðja og dregur hana upp til sín. Á þessari köku nærist hann næstum heila viku. * Á gamlársdag talaði Carlsen við skipherrann á Golden Eagle, en sá síðarnefndi hefur fengið skipun um að vera í nánd við flakið þangað til John W. Weeks kemur á vettvang. Carlsen segir skipherranum í stuttu máli, hvað skeð hefur og liann dáðist að kjarki og rólyndi allra, sem urðu að yfirgefa skipið. „Þetta er fjári erfitt viðureignar,“ sagði Carl- sen, „ég verð að skríða, ef ég hreyfi mig. Það er ekki hægt að bregða upp ljósi, hvað sem við Framhald á bls. 19. 8

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.