Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 25

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 25
„En við reynum aftur!“ sagði skipstjórinn á dráttarbátnum. „Reynum aftur og aftur! Við gefumst ekki upp!“ „Alveg rétt!“ svarar Carlsen skipstjóri. „En úr því sem komið er, þá er hyggilegast fyrir okkur að bíða birtu.“ Þeir ákveða, að ef illa skyldi takast til, að hætta væri á, að skipið sykki eða því hvolfdi, þá ætti Carlsen að skjóta upp rauðu Ijósmerki og stökkva fyrir borð af afturlyftingu. Flying Enterprise rekur jafnt og þétt fyrir sterkum straumi frá brezku ströndinni í áttina að Bretagne. Skipið liggur dýpra í sjónum en nokkru sinni fyrr, og hliðarhallinn hefur auk- izt. Snemma miðvikudagsmorguns er sjógangur allmikill. Carlsen og Dancy hafa nú í fyrsta sinn sett á sig sundvesti. Þeir brutust fram á fremri þiljui'. Mátti segja, að jjað væri lífshættu- leg ferð. Var þá skotið kastlínu frá Turmoil. Eftir tveggja stunda undirbúningsvinnu við tengingu rís allt í einu stór og mikill hnútur, er hafði næstum lagt flying Enterprise á bak- borðssíðu. Yfirbyggingin á efri þiljum snertir sjávarflötinn og skipið hallast um 80 gráður. Risaalda skellur á skipinu, veltir sér yfir það, og mennirnir tveir, sem aðeins gátu haldið sér með annarri hendi, missa tökin, og hún hrífur þá með sér. Hún skall á baki Carlsens með öll- um sínum þunga, þeir missa báðir fótanna og berast þvert yfir skipið og lenda á borðstokkn- um hinumegin. Þeir ná taki á borðstokknum og halda sér þar dauðahaldi. Þeir voru í bráðum lífsháska, því ekki munaði hársbreidd, að þeim skolaði fyrir borð. Þeir verða nú að ná sér í þurr föt, hvað sem tautar, en hver hreyfing á þilfarinu er lífshættuleg. Þeir vaða og skríða unz þeir eru komnir miðskips og hverfa þar inn í vistarverur skipsins. Klukkan 12 sendi tundurspillirinn svohljóð- andi skeyti til Lundúna: „Ómögulegt að koma dráttartaug í Flying Enterprise í þessu veðri. Útlitið ekki gott. Carl- sen og Dancy bíða þess, að veðrið batni áður en nýjar tilraunir verða gerðar.“ Klukkustund seinna sigldi Turmoil eins nærri Flying Enterprise og frekast var óhætt. Skipstjórínn bíður eftir umtöluðu merki frá Carlsen. Hann á að veifa sundvesti, ef allt er tilbúið til þess að taka á móti kastlínu. En merkið keinur ekki. Armbandsúr Carlsens hafði blotnað, svo það hætti að ganga, og nokkur tími leið, unz honum hafði tekizt að gera við það. Klukkan 3 sveimar flugvél yfir Flying Ent- erprise. Flugmaðurinn þekkir Carlsen, sem stendur hreyfingarlaus eins og myndastytta á skipi sínu. Skipstjórarnir þrír ráða ráðum sín- um gegnum loftskeytatækin klukkan 6 um kvöldið. Þeir vilja vera á því hreina um það, hvað þeir skuli gera, ef Flying Enterprise skyldi sökkva skyndilega. Carlsen á þá að skjóta á loft rauðu blysi og því næst eiga þeir félagar báðir að stökkva fyrir borð. Það skipið, sem næst er, á svo að ná þeim upp. Rödd Carlsens ber enn sem fyrr vott um ró og stillingu. í lok ráðstefnunnar segir hann að- eins: „Allt í lagi!“ * Klukkan 8 um kvöldið liggur Flying Enter- prise enn dýpra í sjó. Hallinn er 60 gráður, stundum allt að 80. Nóttina eftir þennan óhappadag, aðfararnótt fimmtudagsins 10. janúar, sendi tundurspillir- inn stutta frétt til London: „Flying Enterprise hallast hættulega mikið. Vafasamt, að skipið þoli veðrið í nótt.“ Þessa nótt kemur berlega í ljós, hve miklu maður með óbilandi kjarki og viljaþreki fær áorkað. Carlsen skipstjóri situr við kertaljós í klefa sínum. Saltur sjórinn gutlar við fætur hans, síðasti rafgeymirinn er á þrotum. Og hvað. segir svo þessi sjómaður? „Eg er vongóður. Eg er sannfærður um, að við komum Flying Enterprise heilum í höfn.“ Röddin er róleg, enginn æsingur í henni. Fly- ing Enterprise er nú á reki um 30 sjómílur frá Lizard-höfða í áttina að klettóttri strönd Bre- tagne. Á landi fór fram margskonar undirbúningur fyrir björgunina. Klukkan 2,30 um nóttina lagði vitaskipið „Satellite" af stað frá Penzance, smábæ austur af Cape Lands End. Tuttugu mínútum seinna fór björgunarbátur frá Lizard, til þess að vera til staðar, ef Carl- sen og Dancy neyddust til að stökkva fyrir borð. NÝTT SOS 25

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.