Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 32

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 32
Þeim fannst þeir vera hlægilegir. Hér var næstum heill her — og samt sem áður gátu þeir ekkert aðhafzt gegn einum manni. Allt í einu reis ein konan á fætur án þess að hugsa út í það, að ef til vill sat Muto í vitan- um tilbúinn með riffilinn sinn. — Sjáið, hrópaði hún og benti út á liafið, sem glampaði í geislum kvöldsólarinnar. Mennirnir stóðu á fætur og störðu út yfir hafið. Það var kraftaverk: þarna úti, tæplega þrjá kílómetra í burtu, sáu þeir skip. Þokan var að læðist eynni nú, en allir voru sammála um, að skipið líktist amerískri skonnortu, sem fyr- ir hálfu ári síðan hafði lent upp á rifinu við ■Clipperton Rock. Arnaud hrópaði eitthvað til mannanna og hljóp af stað í áttina að lítilli trébryggju, þar sem lítill árabátur lá bundinn. Allir vildu þeir fara með, en Arnaud valdi tvo þeirra hraustustu. Skipið var á leið fram hjá eynni, en hraði þess var ekki mikill. Ef þeir nú réru sem þeir mættu, gætu þeir kannski náð fyrir það og fengið hjálp. — Ef Muto kemur, þá skjótið, hrópaði Arn- aud til þeirra sem eftir urðu í landi. — Eigið ekkert á hættu! Skjótið! Það byrjaði að vinda, þegar litli báturinn tók stefnuna út á opið hafið. Vöðvastæltir mennirnir börðust áfram gengn öldunum, og þokan hvirflaðist og dansaði yfir hafflötinn og og huldi annað slagið mennina þrjá og bátinn Mennirnir og konurnar í landi fylgdust í of- væni með þessiri spennandi keppni. En allt í einu var ameríska skonnortan horf- ín. Hún bókstaflega leystist upp. Sprakk eins og sápukúla. Þetta hafði þá aðeins verið hilling — fata margana. Fólkið í landi beið lengi. Arnaud og félagar hans hlutu þó að liafa uppgötvað þetta. Þeir hlutu brátt að koma til baka. Tunglið kom upp, og niðri við ströndina stóð hópur kvenna og starði út yfir hafið. Vind- urinn reif í föt þeirra, og brotsjóirnir þrumuðu við klettaströndina og sjólöðrið lagði upp á eyna. 32 --------- NÝTT SOS Báturinn sást aldrei framar. Arnaud og hinir tveir félagar hans urðu eft- úti á hafinu. Konurnar grétu, og mennirnir urðu að færa þær til kofanna með valdi. í bækistöðinni var einn stór kofi — og örvilnunin var svo mikil, að ákveðið var að flytja allar konur og börn í þennan kofa til þess að skapa þeim betra ör- yggi gagnvart Muto. Vopnaður vörður var sett- ur við hvert horn kofans — og frammi fyrir innganginum sat hinn fimmti með riffilinn til- búinn. Það var ekki hættandi á neitt . . . Hinir snéru aftur til vitans. Muto hlaut að koma í ljós fyrr eða síðar. En enginn þeirra vissi það, að Muto hafði þegar hér var komið farið úr vitanum. Meðan fólkið hafði verið upptekið við að koma Arn- aud og félögum hans af stað á bátnum, hafði hann læðzt út og falið sig í birgðaskemmunni. Nú kom hann fram úr felustaðnum. Frá felustað sínum hafði hann séð, að menn- irnir söfnuðu konum og börnum saman í stærsta kofanum, og hvernig þeir staðsettu verð- ina. Hljóðlaust féll úðaregnið niður milli pálma- blaðanna. Þrátt fyrir þunga sinn hreyfðist Muto áfram hljólátur sem pardursdýr. Fyrsti varðmað- urinn hafði ekki hugmynd um hvað fyrir hann kom, stálfingur læstust um háls lians. Hann náði ekki einu sinni að reka upp óp, áður en hann féll dauður til jarðar. Þannig fór það líka fyrir hinum þrem varðmönnunum. En hvernig átti hann að fara með þann fimmta? Hann, sem sat fyrir framan inngang- inn? Það var ekki hægt að komast að honum án þess að sjást. Muto skreið eins og slanga eftir regnvotu grasinu. Vörðurinn snéri sér við og beindi að honum rifflinum. — Ert það þú, Manuel? hvíslaði hann. — Hver ætti það svo sem að vera annar? rumdi í Muto. — Oh, guði sé lof, hvíslaði maðurinn. — Eg hélt að það væri . . . Meira fékk hann ekki sagt í þessum heimi. Það hafði verið hlaðið fyrir dyrnar að inn- anverðu, og jafnvel hinn níðsterki Muto gat ekki opnað þær. Konurnar æptu af hræðslu og

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.