Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 4

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 4
sens er innfæddur Dani, Kurt Henrik Carlsen, 36 ára að aldri. Fjórtán ára gamall fór hann til sjós, hafði verið til sjós rúma tvo áratugi og hlaut skipstjóraréttindi aðeins 21 árs. Skipið hans, sem er í föstum ferðum milli Bandaríkj- anna og Evrópu, er vel þekkt í Hamborg, Bremen og Bremerhaven, og svo er einnig um skipstjórann. * Skipstjórinn er kvæntur. Konan hans, hún frú Agnes, er borin og barnfædd í Danmörku. Dætur þeirra hjóna, Sonja og Karen, dvelja enn í foreldrahúsum í Woodbridge, sem er lítill bær út við ströndina skammt frá New Jersey. Og nú eru þær mæðgur, eins og svo oft áður, daufar í dálkinn yfir því, að heimilisfað- irinn getur ekki verið mitt á meðal þeirra á jólahátíðinni. Hvernig skeði svo það, að Carlsen gerðist sjómaður? Danskur sjómaður veitti athygli þessurn 12 ára dreng, þar sem hann var á vappi niður við höfnina í Helsingjaeyri. Hásetinn bað dreng inn að vera í brúnni stundarkorn meðan hann skrýppi á land til þess að kaupa eitthvað smá- vegis. Síðan hefur hafið og skipið átt hug hans allan. Það var ógerningur að halda drengnum að skólanum eftir að hann varð 14 ára. Hann fór til sjós. Fyrst hjálparkokkur á skonnortuna „Clandia", þá tvö ár á flutningaskipi og að því loknu fór hann í danska sjóherinn og lauk þar prófi, er veitti rétt til skipstjórnar. í níu ár sáu foreldrar Carlsens hann aldrei. Hann var staddur í New York þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku. Hann gekk þá strax í þjónustu sam- taka þeirra í Bandaríkjunum, er réðu yfir gjör- völlum skipakosti landsins og skipulögðu allar ferðir á hafinu (konvoj). Honum var þá falin yfirstjórn skipalestar, sem átti að fara til Is- lands. Þá var tekinn þýzkur kafbátur og hon- um siglt til hafnar í Reykjavík. „Eg elska konuna mína,“ sagði hann ein- hverju sinni, „ég elska börnin mín, en ég er fyrst og fremst sjómaður og ég elska hafið. Pen- ingar eru mér einskisvirði.“ Vingjarnleiki og trygglyndi eru áberandi eðl- isþættir í fari Carlsens skipstjóra. Ávallt þegar tíminn leyfir, fer hann frá Hamborg til Kaup- 4-----------NÝTT SOS mannahafnar í skyndiheimsókn til foreldra sinna og systkina. SÁ SEM LEGGUR UPP í LANGFERÐ Á FÖSTUDEGI . . . Föstudaginn 21. desember 1951 lét flutninga- skipið úr höfn í Hamborg. Laugardaginn 22. desember kom Flyihg Enterprise til Rotter- dam. Aðfararnótt sunnudags lestar skipið 1271 tonn af hrájárni í stöngum. Járninu er staflað í lest nr. 2 og 4. — Það skal tekið hér fram strax, að seinna, er Flying Enterprise lá á hafs- botni, staðhæfði einn af áhöfninni, að járninu hefði ekki verið staflað í lestarnar á réttan hátt. Arthur Janssen bátsmaður bar það fyrir sjó- rétti í New York, að einmitt meðan stormur- inn geysaði á Atlantshafinu, hafi skipið laskazt alvarlega vegna þess, að járninu var ekki rétt staflað. Hann, bátsmaðurinn, hafði fyrstur manna veitt því athygli, að járnfarmurinn hafði sprengt upp þilfarið við lestarlúgu nr. 3. Þessi þungi farmur hafði verið settur í lestar nr. 2 og 4, í stað þess, að hann hefði átt að vera í miðri þriðju lest, sem var galtóm. Þetta hefði ekki getað komið fyrir, ef þyngdarhlutföllin hefðu verið rétt, ekki heldur í versta sjólagi. En nú hafði stór rifa komið allt frá þilfari niður að sjávarborði. En hér var hvorki skip- stjóra né stýrimenn um að saka. Þetta var gert samkvæmt fyrirmælum útgerðar skipsins. * Sunnudaginn 23. desember heldur skipið til liafs. Dráttarbátar fylgja því úr höfn í Rotter- dam. „Þetta verða óróleg jól, skipstjóri! Það er mikið lægðarsvæði og það hefur verið send út aðvörun um veðurofsa.“ Carlsen skipstjóri horfir tómlátlega út á haf- ið: „Skiptir engu máli, hafnsögumaður. Við er- um vanir þessu!“ * Það er aðfangadagskvöld jóla, stuttu fyrir miðnætti. — Flying Enterprise er nú á opnu hafi og

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.