Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 20

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 20
SEX ERFIÐIR SÓLARHRINGAR. Tundurspillirinn John W. ’Weeks veltur nijög í vondurn sjó, enda langur og mjór. Hann liefur stefnu á Flying Enterprise. Áður en Carl- sen skipstjóri sér skipið sendir hann því svo- hljóðandi kveðju: „Góðan dag og gleoilegt nýtt ár!“ „Þökk!“ svarar skipherrann. „Eg óska yður hins sama. Vona, að þér þraukið þangað til við koinum. Þá er allt í lagi!“ Klukkan 5 sá Carlsen ljósin á tundurspillin- um. Carlsen hafði loftskeytasamband við skipið á tveggja stunda fresti. Hann sendi nú tundur- spillinum enn skeyti: „Eg hef enn rafgeyma. Eg heyrði, mér til mikillar gleði, að sterkur dráttarbátur er á leið- inni. Eg þakka yður fyrir að koma og hjálpa mér!“ Hafrótið minnkar ekki neitt að ráði, en storminn lægir. Tundurspillirinn verður að nema staðar alllangt frá Flying Enterprise. Hlið- arhallinn, sem var kominn upp í 80 gráður, minnkar niður í 60. Enn líður þriðjudagur að kvöldi, án þess að sjávargangurinn slævist að ráði, líka miðvikudagur og fimmtudagur. Tlarlsen, sem hefur ekkert teljandi matarkyns utan kökuna stóru, kallar nú „Væri mögulegt, skipherra, að koma til mín heitu kaffi og nokkrum brauðsneiðum? Eg er fjandi svangur!" „Alveg sjálfsagt! Eg hélt, að þér hefðuð nóg- an mat um borð!“ „Það er nógur matur til, en ég næ ekki í hann! Eg hef hingað til lifað á tei og nokkru þurrmeti . . .“ „Mér er óskiljanlegt, hvernig þér getið hellt á tei, þegar hallinn er 60 gráður!" sagði Thonrp son skipherra. „Þá væri nú líka gaman að fá eitthvað að lesa,“ bætti Carlsen við. „Eg hef bara Sjó- mannalögin hérna um borð og þau kann ég utanbókar!“ En það kemur brátt í ljós, að ekki er auð- velt að kasta línu til Carlsens skipstjóra. Þrisvar er línunni skotið, en jafnan árangurslaust. Carlsen er því sýnd veiðin en ekki gefin. Loks NÝTT SOS biður hann skipherrann á John W. W'eeks að bíða unz veðrið lægi. En skipherrann vildi ekki gefast upp og fannst ekki fullreynt fyrr en í fjórða sinn. Og þá fór svo, oð Carlsen skipstjóri náði blikköskj- unni með matnum. Kvað þá við margfalt húrra- hróp frá þrjú hundruð manna áhöfn tundur- spillisins. Carlsen skríður nú inn í skjólið. — í lieila viku hafði ekki volgur sopi komið inn fyrir hans varir. Nú fékk hann brennheitt kaffi, smurt brauð, ýmislegt sælgæti og auk þess blöð og tímarit. * Að kvöldi fimmtudagsins 3. janúar spurði skipherrann á tundurspillinum Carlsen, hvern- ig hann færi eiginlega að því að sofa við svona aðstæður: „Það er mjög einfalt mál. Eg læt dínu í hornið á þilfari og vegg loftskeytaklefans og sef svo ágætlega. Eg skríð hvort sem er öllu meira á veggjum en þilfarinu!" „Hafið þér ennþá rakettur eða önnur neyð- armerki um borð?“ spurði Thomson skipherra. „Við verðum að bera saman ráð okkar, ef svo skyldi illa til takast, að skip yðar sykki snögg- lega og yður gæfist ekki tími til að senda okk- ur tilkynningu um hættuna.“ „Eg skýt þá upp rauðu ljósi. Eg finn strax á mér, ef eitthvað óvænt skeður. Eg vakna straxl“ „Allt í lagi. Góða nótt!“ * Eftir að birtu tók að bregða, sáust ljósin á Turmoil. „Það var dásamleg sjón fyrir mig,“ sagði Carl- sen skipstjóri síðar, „þá sló hjarta sjómannsins hraðar en ella.“ Veður var enn svo illt, að Turnroil gat ekki sett út bát. Að loknu samtali við Carlsen skipstjóra á- kveður Parker skipstjóri á Turmoil, að fresta tilraunum til þess að koma dráttartaug í Fly- ing Enterprise til föstudagsmorguns. En nú nálgast sjötta nóttin, sem Carlsen er aleinn á skipi sínu stjórnlausu og stórlega lösk- uðu. Hallinn er aftur orðinn 75 gráður. Er því harla óhægt um allar hreyfingar. Hann er með 20

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.