Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 5

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 5
ÞJÖÐIN Sigurður Kri$tjáu8Son: Hvað verður af Framsóknarmönnum ? Pa3 er víst orðið flestum ljóst, framsóknajnnönnum eins og öðrum, að Framsóknarflokkurinn muni líða undir lok ljráðlega. Ný tstjórnarlög byggð á hreinum lýðréttar- og lýð- ræðisgrundvelli, með þannig breyttri kjördæmaskipun, að kosningaréttnr fólksins A'erði jafn, eða því sem næst, nemur grundvöllinn undan fram- sóknarfyrirtækinu, svo það hlýtur að hrynja. Og nu spyrja menn: Hvað verður af framsóknarfólkinu, þegar flokk- urinn líður undir lok? Þessu er'auðsvarað. Það þarf ekki annað en að rannsaka, hvað orðiö hefir af framsóknarfólkinu, sem fluzt hefir ti) Reykjavíluir s. 1.10—15 ár. Þegar setulið Framsóknar var í blóma sínum hér í Reykjavík á ár- unum kringum 1930, var kjósenda- tala þess um 1400. Síðan hefir flokk- urinn byggt hér hvert ríkisrekstrar- hréiðrið eftir annað, og safnað lát- laust að þeirn framsóknarfólki utan úr »dreifbýlinu«. Síðan innfiutnings- höftin komust í alveldi, hafa fram- sóknarspekulantar sett hér á stofn hverl verzlunar- og iðnfyrirtækið eft- ir annað, og safnað að þeim fram- sóknarfólki úr »dreifbýlinu«. Það reyndist svo auðvelt með hlutdræg- uin innflutnings- og gjaldeyrisleyf- um að skapa flokksgæðingum mik- inn og fljóttekinn gróða. — Og loks hafa emþætli og opinberar sýslanir Sigurður Kristjánsson, alþm. verið »klæddar« framsóknarmönn- um. Eftir þessu hefði seluliðið hér í Reykjavík átt að tvöfaldast s. 1. ára- tug. En þetta hefir farið á allt ann- an veg. Framsóknarliðinu hefir fækkað. Það á.tti ekki nema rúm- lega þúsund kjósendur við síðustu kosningar. Allur innflutningurinn hefir tapast, og að auki um 100 af gömlu kjósöndunum. Hvað hefir orðið af þessu fólki? Ekki hefir það flutt aftur úr bæn- um. Því þrátt fyrir allar ofsóknirn- ar á Reykjavík og erfiðleika, sem þær liafa skapað, reynist hun þó svo holl fóstra, þeim, sem hingað leita,

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.