Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 35

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 35
Þ J ó Ð I N 33 Iiann horfði á hana með sama undrunar- og aðdáunarsvip og áð- ur, meðan hún týgjaði sig af stað. Siðau hélt hún áfram meðan hún fór í hanzkana: — Getum við hitzt aftur hjá Chiehester stöðinni eftir eina viku kl. þrjú? — Eg skal koma, sagði Ponder ró- lega. Lisa rétti honum hendina. — Jieja, verið.þér sælir, hr. Pond- er, og þakka yður fyrir matinn. Alla næstu viku þótlist Villa verða þess vör, að Lísa bvggi yfir ein- hverju leyndarmáli, en Lísa varðist allra frétta. Ilún sagði, að frænkur sinar hefðu enn einu sinni hjargað bróður sínum. En Villa þóttist viss um, að eitthvað væri hogið, og henni fannst hún hera áhyrgð á Lísu, sem var svo bljúg og ósjálfbjarga. En Villa varð alveg viss i sinni sök viku el'tir síðustu Londonarferð Lisu. Þá ætluðu þær út saman, en á síðustu stundu baðst Lisa undan og bar við höfuðverk. Villa fór þá ein, en þegar lnin kom aftur, var Lisa ekki heima. Þegar hún loksins kom aftur, sagðist hún hafa fengið sér gongutúr, en það var skárri göngu- túrinn, því hún var búin að vera fjöra klukkutíma í burtu. í næstu viku kom nákvæmlega sama fyrir aftur. Lísa hvarf, en Villa kom nú snemma heim vegna þess að óveður skall á. Ilún ók i gegn- um Chichester á heimleiðinni. Á að- algatnamótum stöðvaði umferðar- lögreglan bílinn liennar vegna um- ferðarinnar og þá sá hún par skjót- ast fram fyrir bílinn. Þau leiddust undir hönd og brostu hvort lil ann- ars, en þegar Villa fór belur að gæta að, sá hún, að stúlkan var engin önn- ur en Lísa. Hún ætlaði að fara að kalla á Lísu, þegar lögregluþjónninn gaf lienni merki að halda áfram og áður en hún gæti stöðvað bilinn hinumegin voru hjúin horfin. Villu var innanbrjósts eins og bill- inn væri kominn á loft og snarsner- ist. Hún kannaðisl ekkert við mann- inn, scm Lísa var með. Og það var ekki um að villast, hvernig þau horfðu hvorl á annað. Það hlaut að vera einhver, sem lnin hafði kynnst í tannlækninga- leiðangrinum, ef lil vill sjálfur tann- læknirinn. Þegar Lísa kom heim klukkustund siðar vonaðist Villa eftir því, að hún gæfi einhverja skýringu, en hún gaf alls enga skýringu á framferði sínu. Hún \irtist bara kát og léttlynd venju frémur, rjóð í ltinnum og við borðið hló hún svo að undir tók. Þessi ldátur fór voðalega i gegnum Villu. Loks stóðst-hún ekki lengur mátið, og þegar þær voru orðnar einar spurði hún blátt áfram: — Hvað heitir kærastinn þinu, Lísa? — Lisa kafroðnaði og fölnaði ákaf- lega á eftir. Hún setlist niður af því það dróg úr henni allan mátt. Hver þá? spurði hún. Maðurinn í Chichester! Ef þú erl komin út i eitthvert ástarævin- týri, þá ættirðu að segja mér frá þvi. Við berum einskonar ábyrgð á þér Loksins leil Lísa upp. Það var leiðinlegt, að þú skyld-

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.