Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 11

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 11
Þ .1 0 Ð I N sem allt drepur og' svo kemur nýr flokkur í viðbót — flokkur, sem á að gera fit af við flokkana. II. Eitt síðasta dæmið um hina póli- tísku veiðimennsku eru hinir svo- nefndil Þjóðólfsmenn eða þjóðveldis- jinnar, sem svo eru nefndir manna á meðal. Þeir dorgarar, sem þar eiga hlut að máli hafa ekki sparað það síðustu vikurnar að egna fyrir fólk- ið með öllu, sem tiltækilegt hefur þótt. En ef gætt er að þessu agni kemur þó í Ijós, eins og ætíð vill verða i slíkum sökum, að agnið er agn og ekkert annað. I blaðinu Þjóð ólfi, sem kom út 8. júní s. 1. er boð- að, að ný landsmálasamtök taki þátt í kosningunum 5. júlí. Þar gekk nýr veiðimaður fram á sjónarsviðið, vel- tygjaður með stangir og beitu. En það fór þó svo einkennilega, að þessi nýji veiðimaður átti dálítið bágt með að skýra það hversvegna hann væri kominn í verið. Loðmollulegri og vesælli stefnuskrá mun enginn flokk- ur á Islandi hafa lálið sjást. Hinn nýji flokltur telur það aðalverkefni sitt að spyrna á móti flokksræðinu. I blaðinu segir: »Vald flokka verður að takmarkast af réttlátum úrskurði óháðs aðila, sem gætir hagsmuna þjóðarinnar í heild«. Hvað felst í þessari loðnu? ’Hver er þessi óháði aðili? Ilvcrnig er hann valinn eða fundinn? Er þetta einhver sendi- lierra frá Júpíter, sem kemur í skýj- um himins? Eða er þetta foringi — Fiihrer eins og Þjóðverjar kalla það, sem býður og bannar af sjálfs síns ‘J magt, en svo látið heita að hann »gæti hagsmuna þjóðarinnar í heild«. Þetta er það stjórnskipulega stefnu- mál, sem þessi flokkur telur sig berj- ast fyrir, en þessi stefna er þannig mörkuð að naumast er sjáanlegt hvert leiðin liggur, en allt hulið í þoku. I Þjóðólfsblaði því, sem áður var vitnað til segir að uni mál borg- aranna skuli ganga »að síðustu rélt- látur dómur, sem er hafinn yfir dæg- uræsingar og einkahyggju«. En það er ekki sagt hver eigi að dæma. Dómstóllinn er settur á stofn en dómarasætið er autt. Það er engu líkara en að Þjóðveldissinnarnir séu hræddir við að sýna landsfólkinu framan í þennan dómara. ni. Það er ekki ófróðlegt að líta á nokkur fleiri af slagorðum þessa nýja flokks. Þessi slagorð er sú beita, sem fylgismenn Sjálfstæðisflokksins og annara flokka eiga að gleypa og melta. Blaðið Þjóðólfur níðir Sjálf- stæðisflokkinn mest allra og er engu líkara en hugsunin sé sú að í þeim flokki muni bezt til fanga. En þessi slagorð eru ákaflega fátækleg. I Þjóðólfi 25. júní er aðalgreinin um það hvort Samb. ísl. samvinnufélaga og Kveldúlfur eigi að ráða yfir mál- efnum þjóðarinnar. Þetta hefði alveg eins getað verið fyrirsögn í blaði kommúnista, og þessu agni er bein- línis hnuplað úr maðkadós þeirra rauðu. En það sýnir sorglega lítið hugarflug hjá þessum nýju veiði- mönnum að geta ekki fundið neitt mergjaðra en þessa tuggu, sem

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.