Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 20

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 20
18 P J 0 Ð I N því, að frændur okkar Norðmenn séu gefnir fyrir að hnupla fornsöguniim frá okkur. En því girnast þeir þær, að þeim þykir mikið til þeirra koma. Allar Norðurlandaþjóðir vilja gjarna eiga Eddukvæðin, og Þjóðverjar með. Hver viidi ekki eiga Völuspá orta á sinni tungu? Englendingar sýna Chaucer mikla rækt, sem maklegt er, en hann ritar mál, sem er torskilið almcnningi nú á dögurn; ætli lyftist ekki á þeim brúnin, ef þeir fyndu í British Museum listaverk frá 1300 á borð við Njálu og skrifað á máli, sem hvert barn skildi? Islenzkar fornbólunenntir hafa haft býsna mikil áhrif erlendis, einkum á Norðurlöndum. Ég nefni nöfn eins og Oehlenschláger og Grundtvig í Danmörku, Tegnér og Geijer í Svíþjóð. Norðmenn telja sjálfir Heimskringlu Snorra mikilvægan þátt í sjálfstæðis- og menningarbaráttu sinni. Þetta er ekki til að miklast af, heldur til að fagna. Við skulum fagna því, að við höfum aldrei gert Norð- mönnum annað en gott. Engin þjóð getur fengið betri ör- lög en þau, að verða þess urn komin að gefa öðrum menn- ingarverðmæti. Undanfarin ár hefur mörgum víst verið svo innan- brjósts, sem öllu væri óhætt. Sjálfstæðisbaráttan væri svo til á enda, um þjóðerni og þjóðleg verðmæti væri ekki að ugga. En nú eru breyttir tímar. Hver maður sér, að eklc- ert af því, sem okkur er heilagt og líf okkar sem þjóðar byggist á, er framar örug'gt. Breyttir tímar krefjast breytts horfs við hlutunum. Sá hluti þjóðarinnar, sem næst stendur framtíðinni og mest ríður á, þegar frá líður, er æskan. Hún þarf ekki fyrst og fremst að halda á allri liinni sundurleitu og ósamstæðú fræðslu, sem hún hefur hlotið undanfarið og sem ekki hef- ur veitt henni það leiðarljós sem þörf var á í þeirri sið- ferðisraun, sem yfir okkur hefur komið. Æskan þarf fyrst og fremst uppeldi, líkamlega og siðferðilega þjálfun, sem geri hana færa að standa úti í stormum nútímans, öllu

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.