Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 17

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 17
Þ J ö Ð I N fyrirbrigði, live gjarnt sumum Islendingum er að skella skuldinni á landa sína, þegar sakir gerast milli þeirra og annara. Dæmin eru mörg og deginum ljósari, en engin eft- irtakanlegri en atriði ur umræðunum um ástandsmálin svo- nefndu. Sumir ruku upp til handa og fóta og fóru að út- mála hið óttalega svarta siðferði, sem hér hefði verið áður, aðrir tóku sig til og sneru við öllum lögfræðishugtökum og sökuðu þann sem tældur var, en sýknuðu tælandann. Annars er það ekki tilgangur minn að fjölyrða um þessí mál, ég nefni þetta aðeins sem sjúkdómseinkenni. En ég skal þó taka það fram, að mér finnst þessar konur eins og visin og fúin grein á fögrum og grænum meiði. Og við skyklum halda uppi hróðri hins græna trés, hróðri allra hinna mörgu ágætu íslenzku kvenna, sem á þessum erfiðu' tímum hafa verið landi sínu og þjóð til sóma. Á þeirra sfarfi þarf þjóðin mjög að halda í baráttu hennar fyrir menningu sinni og þjóðerni. Ég hverf aftur að g'eislabaugnum. Við skulum, góðir landar, nudda stírurnar úr augunum og reyna að líta á hlutina eins og þeir eru, með þeirri þekkingu og vitsmun- um, sem guð hefur gefið okkur: um annað leiðarljós er ekki að ræða. Svo einkennilega hefur borið við, að við höfum nú um skeið kynnzt nokkuð mönnum af tveim stórþjóð- um, við höfum kynnzt framkomu þeirra o'g lunderni, hugs- unarhætti og siðum, skipulagi og vinnubrögðum, dagfari þeirra og náttfari, ef svo má að orði kveða. Við skulum ekki glápa á þá eins og tröll á heiðríkju, við skulum athuga og skoða, gaumgæfilega 'og rólega, kosti þeirra og galla, hvað við getum haft til hliðsjónar eða jafnvel eftirbreytni, og hvað vert er að varast. Það er stundum, þegar börn sjá nýtt gull, þá vilja þau af lífinu fá það, og fleygja þá og týna gömlu gullunum sín? um. Smáþjóðir eru vanalega ginnkeyptar fyrir því sem stór- þjóðirnar hafa að bjóða, hugsunum, stefnuní og straum- um, ekki síður en öðru. Hver kannast ekki við röksemd- ina: það tíðkast í útlöndum, í menningarlöndunum — þeg- ar verið er að reyna að koma einhverju í kring hér. Heil-

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.