Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 10

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 10
8 Þ .1 0 Ð I M POLITÍSKAR LAXVEIÐAR I. Eins og flestum er kunnugt fer nú sá tírni í hönd að þeir, sem ánægju hafa af veiðum, húa sig að heimau til veiða í ám og vötnum, Þessir veiði- menn húa sig út með stöng og agn og »renna í« hylina þar sem veiði- legt þykir. Nú stendur lílsa yfir ann- ar veiðitími. Kosningarnar nálgast. Stjórnmálaflokkarnir hér á landi hafa haldist með svipuðum ummerkj- um í tugi ára. Þeir hafa safnað und- ir sín merki, hver fyrir .sig, þeim mönnum, sem láta sig stjórnmál nokkru skifta. Flokkaskiftingin hef- ir verið í föstum skorðum, en eins og kunnugt er byggist lýðræðisskipu- lagið á því, að menn hafi heimild til að skipa sér í flokka um landsmál, óháðir og óbundnir af allsherjar- valdi, sem hýður og dæmir eins og tíðkast með einræðisþjóðum. Flokk- arnir á fslandi eru.eins og veiðisæl- ar ár eða hylir. Þar eru sundurleitir menn og sundurleitir hagsmunir. Þar getur orðið hætt við sporðaköstum, en enginn maður, sem hefir snefil af skilningi á lýðræði og hugsana- frelsi hneykslast á því, þótt innan flokka komi upp ágreiningur uni stærri eða minni atriði. En þessir fjölmennu en fáu flokkar, sem hér hafa starfað verða í augum póli- lískra veiðimanna mjög ákjósanleg- ir veiðistaðir. Þessir veiðimenn dorga, eins og þeir hafa vitið til. Þeir beita því bezta agni, sem þeir eiga, það er allavega litt, fallegt og girnilegt, eitt í dag, annað á morgun, allt eft- ir því hvernig á stendur. Það hafa verið gcrðar ýmsar til- ratinir til þess að mola niður stjórn- málaflokkana og Sjálfstæðisflokk- urinn hefir sízt farið varhluta af því. Sá flokkur gæti verið að ýmsu leyti, ákjósanlegur hylur fyrir þessa póli- tísku veiðimenn. Sjálfstæðisflokkur- inn er stærsti flokkurinn. Hann hef- ir safnað undir sín mcrki mönnum úr öllum stéttum og hann má ekki, vill ekki og getur ekki verið flokk- ur nokkurrar einstakrar stétlar manna. En flokkur, sem þannig er saman settur, hlýtur að vera líkleg- _ ur til happs í augum hinna pólitísku veiðimanna. Þeir dorga á sinn hátt, stofna hlöð, flokka. félög og annað, sem tilheyrir. Þeir tala um mál, sem (jeir herjast fyrir og gylla í augum kjósendanna þessa og þessa menn, sem öllum öðrum séu betur hæfir til forystu. Það algengasta, sem slíkir i’eiðimenn nú á dögum beita með, er að vald hinna gömlu flokka sé orð- ið svo miltið að það þurfi að veikja það. »Flokksræðið er skefjalaust«, segja þeir. Og svo er stofnaður nýr flokkur flokksrasðinu til höfuðs. — Þetta er eklti óálitlegt agn. Marg- ur er sá maður, sem hefir sitt að at- huga, við framkomu floklta eða for- ystumanna í stjórnmálum, Menn greinir á um svo fjölda rnargt. Og pólitísku veiðimennirnir beita sínu litfegursta agni fyrir. slíka menn. Nú á flokkaskipunin að vera það,

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.