Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 36

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 36
34 ÞJÖÐIN ir komasl a'ð þessu, sagði hún hnugg- in i bragði, — niig langaði ekki lii þess að spilla fyrir mér liérna. Eg ætlaði aðeins að ciga góðar endur- minningar frá vistinni hérna. Villa tók ástúðlega utan um hana. En elsku Lísa mín — þú hefir ekkert spillt fyrir þér. Eg verð bara að fá að vita alla söguna, svo eg' gcti hjálpað þér, ef eitthvað amar að þér. Heldurðu, að vinir gcti ekki trúað bvor öðrum fyrir leyndarmáluin sín- um? Eg er hrindd um, að eg gcti ekki sagt þér það, sagði Lísa ákaf- lega ólukkuleg. Það er allt svo skritið. En eitthvað geturðu þó sagt mér, sagði Villa. Þú veizt ekki hvað þetta lítur undarlega út. Þú gelur ]>ó sagl mér, hvað liann heitir og livar þú kynntist honum og livers vegna þér er svona mikil launung á þessu. — Hvað hann heitir? sagði Lísa loksins. — Það undarlega er, að hann heitir þrennir nöfnum. Þremur nöfnum? kváði Villa og skvldi ekki neitt í neinu. Já. Fyrst er nú eiginnafn hans og svo nafnið, sem liann skrifar und- ir og loksins það, scm hann kallaði sig, þegar eg kynntist lionum fyrst. — Eitt nafn, sagði Villa ákveðin, er alveg' nóg fyrir hvern mann, en liver eru þessi þrjú nöfn? Hann hefur bara sagt mér tvö þeirra, það sem liann kallaði sig, þegar eg kynntist honum náttúr- lega og svo eiginnafn sitt -- ekki rit- höfundarnafn sitt. Ekki rithöfundarnafn sitl ;— hvaða dauðans vitleysa er jjetla. Ef hann hefir ekki viljað segja til nal'ns, þá liefði hann átt að leyna eiginnafni sinu. Hann liefur ekki leynt niig því, sagði Lísa hreykin. Nú, nú, hvað Iieitir liann þá? Wyngate — Peregrine Wyn- ga le. Peregrine? Eg^ trúi þvi ekki. Enginn maður lieitir Peregrine. Eg' kalla hann hara Perry. Hvers vegna gaf hann þér upp annað nafn, þegar þið kynntust? Er hann kannske rithöfundur, sem skrifar undir dulnefni — það er þá ekki tannlæknirinn ? Tannlæknirinn? .7á, eg hélt það væri tannlækn- irinn, sem þú varst að finna í hænum. - Æ-nei, það er ekki tannlækn- irinn, sagði Lísa hugsjúk og neri saman höndum í kjöltu sinni. Hvern- ig átli hún að útskýra fyrir nokkr- um manni, að Iiún hefði kynnst Peregrine sinum i gegnum, hjóna- handsskrifstofu? Eg kynntist honum hjá kunn- ingja, sagði Iiún að lokum, — hr. Buttershy. — Nú, svo lannlæknirinn heitir Buttersby. Annars myndi eg nú varla kalla tannlækni kunningja. Það er svo ágætur tannlæknir, og þar að auki hezti maður. Villa virtist ekki skilja þesskonar kmmingsskap við tannlækna. Þið kynntust kannske í hiðstof- unni út frá skemmdri tönn? Já, svoleiðis var það. Mér sýnd- ist liann kvíða þau ósköp fyrir, v'esl- ingurinn, og tók eg hann tali. Hann

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.