Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 16

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 16
M Þ J ö Ð I N mestu gelgjuskeiði, við höfum skamma stuncl notið gæða frelsisins, og aðrar þjóðir hafa þurft langan tíma til að siðast. Verkleg menning okkar er ekki langt komin, en hún er í vexti, og öllum er ljóst, að hér er þörf að læra- margt af þeim sem fj'rr hafa setzt á skólabekkinn. En et' við fáum aftur frelsi okkar, má gera sér vonir um, að átak síðustu kynslóða verði ekki að engu. En svo kemur nu að smæðinni, sem í sálminum er tal- að um, hvað eiga menn þá við, þegar þeir sí-endurtaka þao orð? Að líkamsvexti eru fslendingar með stærstu þjóðuni, að líkamsatgjörvi væntanlega í frekar góðu lagi, að gáfum sennilega aldrei mikið undir því sem gengur og gerist með- al Norðurlandaþjóða. Eín orðið smæð á ekki við neitt, sem tölum verður talið, vegið eða metið. Það á við Ijómann, sem stendur af valdi og auði stórþjóðanna, sverði þeirra og gulli, skýjakljúfum og milljónaborgum. Það er ekki sjálft valdið, þó að það magnist af því, það er ægishjálmurinn, hinn rómantíski ljómi, sem ægir og lokkar í senn, svo að smáþjóðin van- rækir að beita skynseminni og fellur fram og tilbiður. Þessi villuljómi leggur um það útlenda, menn eða verk þeirra, geislabaug, svo að hið sanna verðmæti dylst. Hver hefur ekki tekið eftir hinni einkennilegu tilhneigingu margra Islendinga að vanmeta landa sína, trúa þeim mið- ur en framandi mönnum, jafnvel gera lítið úr þeim og niðra þeim, að ég ekki segi meira. Fruktið fyrir því, sem menn þekkja miður, er oft undur-hlálegt. Jafnvel gáfaðir Islend- ingar tala oft af fádæma barnaskap um þær dyggðir og vitsmuni, sem stjórna heiminum. Fyrirlitningin á innlend- um stjórnmálamönnum (að minnsta kosti pólitískum and- stæðingum) er svo mikil, að menn veita því ekki athygli, að við höfum lifað það, m. a., að stórveldunum væri stjórn- að af annars flokks stjórnmálamönnum árum og áratuguin saman, og ef völ hefur verið á öðrum færari, hefur þeim verið bægt frá. En geislabaugurinn getur vel dulið annað eins og þetta. A hann kannske líka einhvern þátt í því einkennilega

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.