Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 16

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 16
526 Frá Englandi. [Stefnir Snowden. Snowden fjármálaráðherra er nú orðinn svo farinn að heilsu og kröftum, að hann bauð sig ekki fram. Hélt hann ræðu mikla við meðferð fjárlaganna, rétt áð- ur en þingi sleit. Fór hann þá hörðum orðum um flokksbræður sína og stefnu þeirra. Snowden hefir verið átrúnað- argoð flokks síns, og vafalaust skarpgáfaðasti maður hans. Þeg- ar hann kom frá Haagfundinum 1929 var hann svo frægur, að menn þyrptust utan um hann, hvar sem hann sást. Nú fekk hann ekki annað en ,,uss“ og annað slíkt frá flokks- bræðrum sínum, er hann talaði í síðasta sinn í þinginu. ÓFRIÐUR í MANSJÚRÍU. Sögulegt yfirlit. Ófriðurinn milli Kínverja og Japana er gos í fornum gígum. Japanar og Kinverjar eru lengi búnir að stympast um yfirráðin í Mansjúríu. Að nafninu er Man- .sjúría kínverskt land, en Japan- ar, sem komast mjög illa fyrir heima hjá sér, hafa lengi unnið að því, að koma sér upp nokkurs- konar ,,öðru heimili“ á megin- landinu. Hafa þeir lagt í stórkost- Jeg fyrirtæki þar, hafnargerðir og fleira, og gerzt æði uppvöðslu- miklir, er þeir „gættu hagsmuna sinna“ í þessari nýlendu. Á árunum 1894—’95 varð ó- friður milli Kínverja og Japana. Japanar höfðu þá komið sér upp ágætum her og gersigruðu Kín- werja. — Mátti þá heita, að þeir hefðu öll yfirráð í Mansjúríu. En þá kom nýr keppinautur til skjal- anna, og það var Rússland. Rúss- ar höfðu lagt járnbraut austur að hafi (Síberíubrautina) og fóru að gerast all-nærgöngulir þar austur frá. Japanar báðu þá að hafa sig á brott, og er Rússar lof- uðu öllu fögru, en framkvæmdu ekkert af þeim loforðum, réðust Japanar allt í einu á þá. I þessum ófriði (1903—’05) unnu Japanar fjölda sigra, gereyddu flotaRússa log flæmdu þá í svip burtu. ÓfriSur hefst. Undirrót þessa ófriðar er su, að Kínverjar skutu nokkra jap- anska herforingja og brenndu lík þeirra, 28. júní í vor. Foringjar þessir voru í eitthvað vafasömum

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.