Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 19

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 19
&&)W)8&)B)8AÆ)8rafti®il5)!g)$&)ft)Wfe)^)B)l%>^:8 iR 1R1S KOSNINQATILH0GUN FRÆND- ÞJÓÐANNA. Eftir Jón Þorláksson. 1. Forsendur. Tilhögun alþingiskosninga hér á landi hefir haldizt óbreytt í höfuðatriðum síðan Alþingi fékk aftur löggjafarvaldið með stjórn- arskránni 1874. Alþingismenn eru kosnir einfaldri meirihluta- kosningu í eins eða tveggja manna kjördæmum. Frá þessu eru þó orðin tvö afbrigði: Lands- kjörnir alþingismenn, 6 að tölu, eru kosnir hlutfallskosningu fyr- ir land allt í einu lagi, þrír í senn, og í höfuðstaðnum eru kosnir 4 alþingismenn með hlut- fallskosningu i því kjördæmi sér- staklega. Þessari kosningatilhögun er nú orðið mjög ábótavant, og kemur það einkum fram á þrennan hátt. í fyrsta lagi er áhrifavald kjós- enda á skipun Alþingis orðið ó- hæfilega misjafnt, eftir því, hvar þeir eru búsettir á landinu. t Reykjavík eru sem stendur nál. 7500 íbúar um hvern þingmann, í einu kjördæmi utan Reykja- víkur full 5000, en í fámenn- ustu kjördæmunum kring um 1000. í öðru lagi felur tilhögun- in ekki lengur í sér neina trygg- ingu fyrir því, að þær stefnur og skoðanir í landsmálum, sem uppi eru meðal þjóðarinnar, nái til- tölulega jafn-miklu fylgi hjá þinginu eins og þær hafa meðal kjósendanna. Þetta varð sérstak- lega augljóst við kosningarnar í júní þ. á., þegar Framsóknar- flokkurinn, með fylgi 36 kjós- enda af hverju 100, fékk rífleg- an meirihluta allra þingsætanna, 23 af 42. í þriðja lagi verða ó- hæfilega margir af kjósendum þeim, sem taka þátt í kosning- unni, alveg afskiftir öllum á- hrifum á skipun þingsins. At- kvæði allra þeirra, sem undir 34

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.