Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 28
538
Kosningatilhögun frændþjóðanna.
[iStefnir
hann sé utan flokka. Kjörstjórn-
ir íramboðsumdæmanna senda
síðan kjörstjórn kjördæmisins
(Amts- eða Storkreds) tilkynn-
ingu um öll framboðin, og sú
kjörstjórn lætur síðan búa til
kjörseðla, þar sem á eru skráð
nöfn allra frambjóenda innan
amtsins, raðað eftir flokkum.
Kjósendur greiða svo atkvæði
annað hvort með því að krossa
við flokksmerki þess lista, sem
þeir vilja styðja með atkvæði
sínu, eða með því að krossa við
einhvern af frambjóðendunum,
cg eru þá ekki bundnir við þá
frambjóðendur eina, sem hafa
gefið kost á sér í framboðsum-
dæmi kjósandans, heldur geta
þeir tekið sérhvern þann fram-
bjóðanda, sem er í kjöri ein-
hversstaðar í amtinu.
Upptalning atkvæða fer fram
á hverjum kjörstað (sem venju-
lega eru margir í hverju fram-
boðsumdæmi). Þessar niðurstöð-
ur eru tilkynntar innanríkisráðu-
neytinu. Eftir því, hve mörg at-
kvæði hafa tilfallið hverjum
flokki í hverju amti eða „Stor-
kreds“ fyrir sig, reiknar ráðu-
neytið út með d’Hondts hlutfalls-
aðferð, hve mörg þingsæti hverj-
um flokki hafa hlotnazt í hverju
kjördæmi fyrir sig, og síðan eru
öll kjörgögnin send til amtskjör-
'stjórnanna, sem þar næst eiga.
að gera upp eftir talsvert flókn-
um reglum hverjir af frambjóð-
endum hvers flokks skuli teljast
kosnir. — Kemur þar aðallega
tvennt til greina, annars veg-
ar, hve mörg ,,persónuleg“ at-
kvæði hver frambjóðandi hefir
fengið, með því að kjósendur
hafa kosið við nafn hans beinlín-
is, og hins vegar ákvörðun flokks
stjórnarinnar um það, í hvaða
röð frambjóðendur skuli reikn-
ast á þeim kjörseðlum, þar sem
atkvæðið er greitt flokknum en
engum frambjóðanda sérstak-
lega. Frambjóðendur teljast þó í
þessu tilfelli efstir á lista hver í
sínu framboðsumdæmi.
Jafnframt þessu fer nú fram
úthlutun á uppbótarsætum, þann_
ig að ráðuneytið lætur reikna út,
hve mörg uppbótarsæti hver
flokkur eigi að réttu hlutfalli,
hvernig þau skiftast á landshlut-
ana og í hvaða kjördæmi þau
skulu falla. Reglurnar um skift-
ingu uppbótarsæta milli flokk-
anna eru á þessa leið: Þeir einir
flokkar koma til greina við út-
hlutun uppbótarsæta, sem ann-
að hvort hafa náð þingsæti við
hlutfallskosninguna í einhverju
kjördæmi, eða í einhverjunr