Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 29

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 29
Stefnir] Kosningatilhögun frændþjóðanna. 53» þriggja áðurnefndra landshluta hafa fengið atkvæðistölu, er sam svarar meðaltölu greiddra at- kvæða á þingmann í landinu alls. Atkvæði þeirra flokka, sem sam- kvæmt þessu geta komið til greina við úthlutun uppbótar- sæta, eru talin saman fyrir land- ið allt í einu lagi, og eftir þeim tölum er reiknað út eftir regl- um um hlutfallskosningar hve mörg þingsæti af 148 sætum alls hver flokkur hafi tilkall til. Frá þessari tölu þingsæta fyrir hvern flokk er svo dregin sú tala sæta, sem flokkurinn þegar hefir feng- ið við hlutfallskosninguna í sjálf- um kjördæmunum. Hafi einhver flokkur þegar við kjördæma- kosninguna fegnið fulla þá tölu sæta, sem honum ber, eða fleiri sæti en honum ber, þá kemur sá eða þeir flokkar ekki frekar til greina við úthlutun uppbótar- sætanna. Loks eru nú teknar atkvæða- tölur þeirra flokka, sem þá eru eftir, og í reyndinni koma til greina við úthlutun uppbótar- sætanna, og öllum uppbótarsæt- unum skift á milli þeirra svo að í hverjum þessara flokka standi Kjósendur Höfuóstaðurinn 376667 Eyjarnar 556550 Jótland 704347 jafn mörg atkvæði bak við hvern kosinn þingmann. Síðan er upp- bótarsætum hvers flokks skift niður á landshlutana og kjör- dæmin eftir framangreindum reglum. Niðurstaðan af þessu verður sú, að fullkomið réttlæti fæst í skiftingu þingsætanna milli flokk anna. Sú eina veila, sem þar er á, er sú, að það getur komið fyr- ir, að einhver flokkur þegar við kjördæmakosninguna fái fleiri þingsæti úr þeim 117 sætum, sem þar er ráðstafað, heldur en hon- um ber úr allri tölunni, 148. Það hefir komið fyrir, að einn flokk- ur (vinstrimanna) hefir á þenn- an hátt fengið heldur fleiri þing- sæti en hann átti tilkall til eftir fullkominni hlutfallsreglu, og stafar þetta eflaust af því, að kjördæmasætunum er æði ójafnt skift milli landshlutanna eftir fólksfjölda. Þetta má nú skýra betur með því að taka einhverja tiltekna kosningu og athuga hinar raun- verulegu tölur. Vel eg til þess kosninguna 11. apr. 1924. Tala kjósenda á kjörskrá ogr þingsæta var þessi: Kjósendur á hvert Þingsæti þingsæti 24 15695 51 10913 73 9649

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.