Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 34
544
Forsetaefni.
[Stefnir
Hann er einhver allra kunnasti
stjórnmálamaður Bandaríkjanna,
formaður utanríkismálanefndar
öldungadeildarinnar. í þeirri
stöðu er hann nú um margra ára
skeið búinn að vera áhrifamesti
maður Bandaríkjanna í utanríkis-
málum. Mælskumaður er hann
talinn frábær. Oft hefir hann
verið nefndur sem forsetaefni, en
aldrei orðið úr, og verður senni-
lega aldrei. Hann er ekkert glæsi-
menni í framgöngu, ekki ríkur
maður, og ekki vinsæll. — En
talið er, að hann muni hafa mikil
áhrif á kosninguna.
Demokratar hafa að jafnaði
haft á boðstólum glæsilegri menn
en hinir. Cox ríkisstjóri var miklu
glæsilegri en Harding, og A1
Smith bar af Hoover í því efni.
Nú berast böndin fastar og fastar
að Franklin D. Roosevelt. Margir
eiga þó bágt með að snúa hug
sínum frá A1 Smith, og hann hef-
ir ekki gert hreint fyrír sínum
dyrum, eins og Coolidge, með því
að lýsa opinberlega yfir, að hann
fáist ekki.
Til mála kom að New'ton D.
Baker yrði í kjöri, en ræða ein
mikil, sem hann hélt nýlega, þótti
ekki takast eins vel og skyldi. C.
Ritchie, ríkisstjóri í Mai’yland,
hefir og komið til mála sem for-
setaefni, sakir afbragðs greina,
sem hann hefir skrifað um rétt
hinna einstöku ríkja. En eins og
kunnugt er, vilja demokratar
halda fram sem mestum rétti
hinna einstöku ríkja gegn alrík-
inu. —
Nýlega fór fram prófatkvæða-
greiðsla þannig, að 1000 fjár-
málamenn og forstjórar, dreifðir
um öll ríki Bandaríkjanna nema
New York, greiddu atkvæði um
væntanlegt forsetaefni demo-
krataflokksins. Hún fór þannigr
að Roosevelt varð lang-hæstur og
fekk 405 atkvæði. En næstur hon-
um varð enginn þeirra, sem hér
hafa verið nefndir, heldur Owen
D. Young, fjármálamaður, sem
er orðinn heimskunnur fyrir til-
lögur sínar í hernaðarskaðabóta-
málunum. Hann fekk 288 atkv.
Rúm 300 atkvæði dreifðust á
aðra.