Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 47

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 47
Gamall annáll segir svo frá: „Það skeði í einni afskekktri vík, austan Eyjafjarðar, þar sem bóndi bjó með dóttur sinni, tíu vetra, að hann fannst dauður, þegar að var komið og hafði meybarnið verið í kotinu 10 vik- ur eftir að faðirinn deyði. Þetta skeði í skammdegi, beear sa skæða landfarsótt æddi um byggðirnar, hverja guði þókn- aðist að láta typta syndugan lýð, til viðvörunar og betrunar, ef svo mætti verða“. Þegar eg las bessa frásögn í annálnum, rifjaðist upp fyrir mér, að eldabuska föður míns -— en hún kenndi mér að lesa og hafði til bess guðspjöllin — sagði mér bessa sögu, all-greini- lega, eitt sinn í rökkrinu. Eg hélt þá, að sagan væri af sama toga spunnin, sem huldufólks- sögur og útilegumannaþættir. Orsökin til þess, að gamla skarið sagði mér söguna, staf- aði frá hversdagslegu atviki. Þessi kona þjónaði mér, sem svo er kallað, sá um skóplögg mín, skolaði þau og bætti. Eg var al- inn upp við þau ljósáhöld, sem nú eru týnd og tröllum gefin: lýsislampa og fí'fukveik. Nú bar svo við eitt sinn, þegar eg stóð í hálfrökkrinu við hlóðarstein- inn, að gamla konan bað mig að gera fífukveik í lýsiskoluna. Eg snerist önugur við og mælti á þá leið, að hún gæti komist af með birtuna frá eldinum.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.