Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Síða 50

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Síða 50
560 Fífukveikur. ['Stefnií- fiskimiðunum. Hann gerir það, þegar út á líður“. Hún fýsti í eldinn aftur, gamla konan og sneri kökunni. ,,Og þarna í henni Keflavík bjó einu sinni bóndi, ekkjumað- ur, með dóttur sinni, tíu ára, út í Keflavík og hún er í Þöngla- bakkasókn“. ,,Og svo þóknaðist föður okk- ar á himnum, að láta landfasótt æða yfir landió. Veistu hvað það er?“ Eg þagði og hafði fingur í munni. „Það er, skal eg segja þér, voðaleg veiki, sem deyddi fólk- ið í' bæjunum og enginn gat læknað. Hún barst í Keflavík með sjófarendum, sem lentu þar og gistu í skammdeginu, lík- lega Flateyingum, sem hafa komið innan úr Eyjafirði. Tek- urðu eftir, barn?“ „Jeg tek eftir“. „Það er gott, um að gera að vera eftirtektargóður og muna. Og þú skilur það, að veikin barst með mönnum, ekki í loft- inu, eins og sumir halda, sem eru grænir. Hún barst manna milli með andardrættinum og svo þegar þeir kysstust". „Réttu mér köku, svo að verkið geti gengið“. Eg gerði það. „Þetta var í skammdeginu og Flateyingar fóru um morguninn sína leið, ýttu út í sortann og skildu eftir fylgjuna sína“. „Fylgjuna sína?“ „Eg tek svo til orða um veik- ina; hún settist að í kotinu, lagð- ist á bóndann. Þetta var gamall sjómaður, formaður og dulur, eins og sjómenn eru, sem hafa vanist við að horfast í augu við dauðann, eða sjá í tvo heim- ana. Og þessir gömlu formenn voru svoleiðis gerðir forðum daga, að þeir fundu á sér, þegar þeir voru skammlífir. Nú finn- ur enginn feigð á sér, ekki nú á tímum; þeir voru svo vitrir,. þeir gömlu. Og þessi fann það á. sér, að nóttin mikla fór í hönd“. „Nóttin mikla?“ „Já, svo er eilífðin sjálf köll- uð. Þessi var þannig gerður, að hann fór nærri um sinn vitjun- ar tíma“. „Vitjunar tíma?“ „Já, þann tí'ma, sem guð læt- ur sendiboða. sinn vitja um þá,. sem honum tilheyra, hér í tím- anum og að eilífu. Eg trúi að þessi bóndi kæmi að máli við barnið og segði, fáum dögum eftir gestkomuna og þá var hann í sjóklæðunum með sjóhatt bund-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.