Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 50
560
Fífukveikur.
['Stefnií-
fiskimiðunum. Hann gerir það,
þegar út á líður“.
Hún fýsti í eldinn aftur, gamla
konan og sneri kökunni.
,,Og þarna í henni Keflavík
bjó einu sinni bóndi, ekkjumað-
ur, með dóttur sinni, tíu ára, út
í Keflavík og hún er í Þöngla-
bakkasókn“.
,,Og svo þóknaðist föður okk-
ar á himnum, að láta landfasótt
æða yfir landió. Veistu hvað
það er?“
Eg þagði og hafði fingur í
munni.
„Það er, skal eg segja þér,
voðaleg veiki, sem deyddi fólk-
ið í' bæjunum og enginn gat
læknað. Hún barst í Keflavík
með sjófarendum, sem lentu
þar og gistu í skammdeginu, lík-
lega Flateyingum, sem hafa
komið innan úr Eyjafirði. Tek-
urðu eftir, barn?“
„Jeg tek eftir“.
„Það er gott, um að gera að
vera eftirtektargóður og muna.
Og þú skilur það, að veikin
barst með mönnum, ekki í loft-
inu, eins og sumir halda, sem
eru grænir. Hún barst manna
milli með andardrættinum og svo
þegar þeir kysstust".
„Réttu mér köku, svo að
verkið geti gengið“.
Eg gerði það.
„Þetta var í skammdeginu og
Flateyingar fóru um morguninn
sína leið, ýttu út í sortann og
skildu eftir fylgjuna sína“.
„Fylgjuna sína?“
„Eg tek svo til orða um veik-
ina; hún settist að í kotinu, lagð-
ist á bóndann. Þetta var gamall
sjómaður, formaður og dulur,
eins og sjómenn eru, sem hafa
vanist við að horfast í augu
við dauðann, eða sjá í tvo heim-
ana. Og þessir gömlu formenn
voru svoleiðis gerðir forðum
daga, að þeir fundu á sér, þegar
þeir voru skammlífir. Nú finn-
ur enginn feigð á sér, ekki nú
á tímum; þeir voru svo vitrir,.
þeir gömlu. Og þessi fann það á.
sér, að nóttin mikla fór í hönd“.
„Nóttin mikla?“
„Já, svo er eilífðin sjálf köll-
uð. Þessi var þannig gerður, að
hann fór nærri um sinn vitjun-
ar tíma“.
„Vitjunar tíma?“
„Já, þann tí'ma, sem guð læt-
ur sendiboða. sinn vitja um þá,.
sem honum tilheyra, hér í tím-
anum og að eilífu. Eg trúi að
þessi bóndi kæmi að máli við
barnið og segði, fáum dögum
eftir gestkomuna og þá var hann
í sjóklæðunum með sjóhatt bund-