Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 53

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 53
Stefnir] Fífukveikur. 563 hálfu leyti, það sem þarna gerð- ist. Hugsaðu þér! Barnið situr þarna í tíu vikur við týruna, þangað til komið er á gluggann og tekið ofan af honum. Það atvikaðist svo, að fólkið á Þöngla bakka undi'aðist yfir því, að hann Hjálmar í Keflavík kom «kki til kirkju um jólin. En hann var þaulsætinn heima og tor- velt að komast á milli, svc það hélt, að allt væri þó með felldu. En þá fóru karlmenn frá Þöngla- bakka út í hákarl, svo að þeir sáu af sjónum heim í Keflavík ■og það þótti þeim undarlegt. að ■ekki sást rjúka úr kotinu. Þeir xeru þangað og svoleiðis komst þeíta upp“. „Og hvað var hún að gera, þegar þeir komu þar?“ „Hún var að prjóna illeppa og svo var hún að hafa yfir vísuna, um Mai'ju son, þegar þeir komu á gluggann að taka ofan af hon- úm. Hún hafðil átt einn band- hnykil og gerði ýmist að prjóna •eða rekja upp, sér ti! dægra- dvalar. Það er æfinlega gott og hlessað að kunna að vinna“. Ennþá fýsti gamla konan í eldinn- „Það er betra en ekki að kunna að blása í eld og búa til fífukveik. Litla stúlkan lifði og hélt vitinu, af því að hún kunni þetta og svo fleira. Hún gerði vel, sú litla. Þér leiðist innan um fólkið, stundum. Hugsaðu þá til litlu stúlkunnar í Keflavík". „Hvað hét þessi litla hetja?“ „Ekki veit eg það með vissu. En mig minnir, að hún héti Björg. Og það getur staðist, vegna þess, að nöfnin Hjálmar og Björg hafa verið þarna út í fjörðunum allt að þessu. Það eru sómasamleg nöfn, og víst er um það, að þessi feðgin hafa eklci kafnað undir þeim“. Kennslukona mín horfði í eld- inn og þagði um stund. Svo mælti hún: „Kanntu nú vísuna sem litla stúlkan lærði af föður sínum? Eg skal hafa hana yfir aftur. Marju sonur, mér er kalt; mjöll af skjánum taktu; yfir mér einni vaktu. Lánið bæði og lífið er valt; ljós og myrkur vega salt. í lágu koti á ljóstýrunni haltu. Reyndu svo að halda henni við þig og sjáðu um, að vísan líði ekki undir lok“. „Er nú sagan búin?“ mælti eg. „Ójá, reyndar er hún búin, sagan sjálf. En eg get bætt við hana ofur litlum eftirmála, sem þú ef til vill skilur ekki nú, en 36*

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.