Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 63
Stefnir]
Hvernig á að sætta fjármagn og vinnu?
573:
um o. s. frv. En þeir munu hafa
rekið sig á það, að æði margir
þeirra starfsmanna, sem þannig
hafa eignast nokkuð í fyrirtæk-
inu, verða alveg fráhverfir vinnu-
stöðvunum og annari blessun því
líkri.
Starfsmanna-hlutdeild. Undir-
búningsrök.
Þá komum vér nú loks að því,
að skýra frá þeirri lausn, sem hér
verður borin fram, og kölluð hef-
ir verið Employee-Partnership eða
ístarfsmanna-hlutdeild. Er bezt að
gera sér fyrst grein fyrir tveim
undirstöðuatriðum.
1. Hingað til hefir yfirleitt ver-
ið litið svo á, að vinnan væri einn
af kostnaðarliðunum við fram-
leiðsluna og annað ekki, en fjár-
magnið, þ. e. a. s. sá hluti þess,
sem stendur beinlínis í fyrirtæk-
inu, sé sá raunverulegi eigandi
fyrirtækisins. Sá aðili hirðir því
það, sem afgangs verður, þegar
allt hefir verið greitt. En þessi
húsbóndastaða verður reyndar oft
fjármagninu mæðusömu, því að
einmitt hún veldur þeim óvinsæld-
um, sem gera það að verkum, að
ekkert verður afgangs. — Hér
verður aftur á móti á því byggt,
að fjármagnið sé ekkert annað en
einn kostnaðarliðurinn, hvort sem
það er lánsfé, sem starfað er með
eða fé, sem stendur beint í fyrir-
tækinu. Það á því aldrei að fá
nema sitt ákveðna verð — hátt
eða lágt, eftir eðli fyrirtækisins,
en allt af ákveðið að hámarki. En
vinnan á að fá afganginn. Vinnan
er sá eiginlegi framleiðandi. Hún'
fær sér fjármagn eins og annað,
sem til fyrirtækisins þarf, borgar
fyrir það sitt rétta verð, og á svo
afganginn eða ágóðann, ef hann
verður einhver.
Fjármagnið fær þá sitt ákveðna
markaðsverð. Vinnan fær þaö,
sem hún verðskuldar.
2. Fjármagn og vinna er hér
sætt með því, að gera vinnuna að
fjármagni, eða gefa henni fjár-
magnsaðstöðu. — Sá sem leggur
fram vinnu, er viðurkenndur jafn
mikils virði eins og hinn, setn
leggur fram fjármagn, viður
kenndur, án þess að fara þá
krókaleið, að láta hann leggja
fram fjármagn.
Aðferð H. Valders.
Sá, sem mun eiga hugmyndina
að starfsmanna-hlutdeildinni og
hefir mest gert til að kynna hana
og koma henni á, er forstjóri
námu- og timburfyrirtækis eins í
Nýja Sjálandi, H. Valder að nafni.
Hann og fleiri kaupsýslumenn.