Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 64

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 64
574 Hvernig á að sætta fjármagn og vinnu? ['Stefnir þar í landi, sáu, að þessi þrotlausa barátta og hatur milli fjármagns- ins og vinnunnar, myndi hljóta að enda með skelfing. 0g það var þessi sannfæring, sem knúði þá til að leita ráðanna. Árið 1924 var svo komið, að þeir gátu komið í gegn um þingið viðauka við (hluta)félagalögin, sem kallaður er heimildarlög fyrir lilutafélög (The Companies Empowering Act). Er bezt að rekja efni þess- ara stuttu laga, til þess að sjá, hvað hér er á seiði. Þar er svo ákveðið, að hvert fé- lag megi setja ákvæði í samþykkt sína, eða breyta samþykkt sinni í þá átt, að félagið gefi út sér- staka tegund hlutabréfa, sem kall- ast vinnuhlutabréf, og fái þau starfsmönnum sínum til eignar. Um vinnuhlutabréfin gilda þess- ar reglur: 1. Þau hafa ekkert nafnverð, og teljast ekki með hlutabréfa- útgáfu félagsins. 2. Þau skulu vera tölusett, og byrja á tölunni 1. 3. Þau má ekki láta af hendi nema eftir reglum, sem sett- ar eru í samþykkt félagsins. 4. Þau gefa þeim, sem þau hafa í hendi, rétt til atkvæða á hluthafafundum og hlutdeild í arði. Þau gefa einnig rétt til hlutdeildar í eignum fé- lagsins eftir því sem ákveðið er í samþykkt þess. 5. Með þeim takmörkunum, sem settar eru í samþykkt félags- ins, hafa eigendur vinnuhluta sömu réttindi eins og eigend- ur almennra hlutabréfa. Ef starfsmaður fer úr þjónustu félagsins, skal hann láta vinnu- hlutabréf sín af hendi, og skal greiða honum, annað hvort í pen- ingum eða fjármagns hlutabréí- um, það verð, sem þau eru kom- in í samkvæmt ákvæðum þar um í samþykkt félagsins. Skal félag- inu heimilt að gefa út hlutabréfa- flokk, eftir því sem þarf, til að annast þessar greiðslur. Auk þessara ákvæða, sem eru aðal-efni laganna, eru svo ákvæði um dómstól, sem á að fjalla um á- kveðin mál í sambandi við þetta, en þau ákvæði eru algert aukaat- riði í þessu efni. Samanburður við aðrar aðferðir. Ef þetta er borið saman við þær aðrar aðferðir, sem áður voru nefndar, þá verður þegar augljóst, að starfsmanna-hlut- deildin er lang fullkomnust. — í henni einni er vinnan sett á sinn rétta stað. Hún er viðurkennd sem jafn-rétthár aðili við hlið fjár-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.