Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Blaðsíða 69
Stefnir]
Hvernig á að sætta fjármagn og vinnu?
579
Þetta er einn meginkosturinn
við starfsmanna-hlutdeildina.
Það eyðir tortryggni og eflir á-
byrgðartilfinninguna. Það og
Það eitt getur gert sarfsmennina
að vinum fyrirtækisins, og fyr-
irtækið að þeirra eigin fyrir-
tæki.
Mótbára.
Ýmsir hafa hreyft þeim and-
mælum, að ekki geti náð nokk-
urri átt, að hleypa starfsmönn-
unum inn í stjórn fyrirtækjanna.
Þeir hafi ekkert tækifæri til þess
að kynna sér reksturinn og hafi
ekki vit á honum og auk þess
verði þetta til eilífs ófriðar í
stjórn fyrirtækisins, að hafa þar
fulltrúa beggja aðilja.
Þessu má svara þannig, að yf-
Irleitt má vænta fullt svo mik-
illar þekingar á fyrirtækinu hjá
starfsmönnum þess eins og hjá
hluthöfum, sem ekki koma ná-
lægt því. Margir af starfsmönn-
unum hafa meira að segja al-
veg sérstök skilyrði til þess að
verða vel heima í þessu, og þeirra
áhrifa myndi oft gæta mikið.
Hin mótbáran að ófriður
myndi stafa af þessu í stjórn
fyrirtækisins, er hugsuð út frá
núverandi ástandi, þar sem fjár-
magn og vinna eru andstæður.
En þessu á ekki að vera til að
dreifa, eftir að starfsmanna-hlut-
deildinni hefir verið komið á.
Þar er hagur allra sameiginlegur,
og meira að segja má gera ráð
fyrir, að mjög margir starfs-
mennirnir sé hvorttveggja, hlut-
hafar og starfsmenn.
Reynslan staðfestir ekki þessar
mótbárur, að því er sagt er.
Starfsmannafulltrúarnir hafa yf-
irleitt reynst vel, og stundum,
eins og gerist og gengur, orð-
ið megin styrkur félaganna. Það
eru meira að segja dæmi til um
það, að starfsmennirnir voru
látnir stjórna fyrirtæki alveg.
Það gekk svo vel að hluthafarn-
ir kærðu sig ekkert um fulltrúa
í stjórninni. Þeim var skilað sín-
um hæsta arði, sem þeir máttu
fá, reglulega ár frá ári.
Nú verða forstjórar fyrirtækj-
anna að sitja milli óánægðra
starfsmanna og gráðugra hlut-
hafa. Forstjórastarfið er allt ann
að, þar sem arður af hlutafé hef-
ir verið takmarkaður og starfs-
manna-hlutdeild komið á. For-
stjórinn á þá við hluthafa sem
vita, að þeir fá ekki nema á-
kveðinn arð af fé sínu og við
starfsmenn, sem vita, að því bet-
ur, sem fyrirtækið gengur, því
hærri laun fá þeir. Það er áreið-
37*