Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 71

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 71
Stefnir] 581 Hvernig- á að sætta fjármagn og vinnu? })ar til almenna hlutaféð hefir fengið 9% alls. Úr því rennur allt til vinnuhlutafjárins eftir reglum, sem hér er ekki farið út í, en miðar meðal annars að Jþví, að hvetja starfsmenn til þess að kaupa almenna hluti. — Út- koman er því sú, að almennt hlutafé fær allt að 9% en vinnu- hlutafé ótakmarkað. Ef félagið leggst niður skift- ast eignirnar í hlutfallinu 2 móti 3 milli vinnuhluta og almenns Jilutafjár. Vinnuhlutir eignast sinn hluta í varasjóðum o. s. frv. en eru ekki leystir inn nema þeir sé orðnir að minnsta kosti 5 ára. —; Starfsmenn velja 3 af 6 for- stjórum. Þeir ráða engu um efni eða stefnu blaða þeirra, sem félagið gefur út, og fleiri smá- takmarkanir eru á valdi þeirra, en þær eru alveg óverulegar •og starfsfólkið hefir þannig fulla hlutdeild í stjórn fyrirækisins. Menn segja að það sé ótrú- legt, hvernig líf hafi færst í þetta fyrirtæki við breytinguna. Starfsfólkið fann upp margar breytingar á vinnutilhögun, sem flýttu fyrir og gerðu verkið betra. Og í þessari prentsmiðju helzt engum uppi að vera gangslítill. Verkstjórn kvað þar ekki vera erfið, eða eftirlit þurfa mikið. Allir eru í senn starfsmenn og eftirlitsmenn, því að allir vilja að verkið gangi sem bezt. Heimfærsla til ísl. fyrirtækja. Hér lægi nú næst að ræða það, hvernig þetta má heimfæra til íslenzkra fyrirtækja. En eg ætla ekki að gera það, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Því valda ýmsar ástæður. Skal eg nefna það til dæmis, að eg er ekki sjálfur kaupsýslumaður, og vil því ekki gerast kennari þeirra sem betur vita. En eg mun á sín- um tíma afla mér þeirra gagna, sem þarf til þess að sjá, hvar heppilegast væri að byrja. Þá veldur það og nokkru, að eg tel varla heppilegan tíma nú á þessu augnabliki. Hér ríkir nú undan- tekningar ástand. — En þegar byggja á upp eftir vandræðin þá ætti starfsmanna-hlutdeildin að koma í þeim fyrirtækjum, sem hentugt er að haga þannig. Og eg býst sannast að segja við því, að þess verði ekki mjög langt að bíða. — Og loks er eg ekki sá angurgapi, að eg telji rétt að grí'pa þegar í stað hverja flugu, sem til okkar er kastað. Eg hefi nú að vísu athugað þessa aðferð um talsvert langt skeið, og lízt betur og betur á hana, eftir því sem eg veg hana meira í huga

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.