Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 72

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 72
582 Hvernig á að sætta fjármagn og vinnu? [Stefnir mér. En hún er samt ný. Hún er nú, að því er eg bezt veit, sett fram í fyrsta sinn hér á landi. Það eina, sem eg ætlast til, er það, að alvarlega hugsandi kaup- sýsíu- og fjármálamenn, sem sjá hvernig ástandið er, athugi þessa lausn á málinu, beri hana saman við aðrar tillögur um endurbætur og rannsaki, hvernig hægt væri að beita henni við fyrirtæki hér á landi. Eg býst við, að hún eigi bezt við, þar sem starfsfólk er tiltölulega margt móts við stærð fyrirtækisins og þar sem því veltur mjög á vinnunni um af- komu fyrirtækisins. Væri gaman að reyna þessa aðferð t. d. í prentsmiðju, eins og þeir hafa gert í Nýja Sjálandi, klæða- verksmiðju eða annari verk- smiðju, svo sem veiðarfæragerð til dæmis. En bezt er að vinna allt málið út sem bezt og flana að engu. Niðurlag. Það sem áfram knýr, er á- standið eins og það er. Við það getur ekki lengi setið. Alþýðublað- ið hefir sagt, að kaup verkamanna. sé aldrei nógu hátt, og þetta er alveg satt, ef miðað er við það, að menn geti haft brúk fyrir meira. Eg segi alveg hreinskilnislega fyrir mig, að mitt kaup er aldrei nógu hátt. Eg sé allt af margt^sem eg vildi hafa efni á að veita mér. — En sé miðað við það fé, sem fyrir hendi er til kaupgreiðslunnar, er mjög skammt að takmörkunum fyrir því, sem kaup má vera. Og það er óhætt að segja, að nú um skeið hefir vinnan etið fyrirtæki okkar flest og þar með sjálfa sig úr á húsganginn. Því er nú krónan okkar fallin. Þess vegna verður nú atvinnuleysi og vandræði í vetur. Það er hinn sílogandi eldur milli fjármagns og vinnu, sem hafa verður hemil á. Fjármagnið réði einu sinni og lítilsvirti vinn- una. Nú svínbeygir vinnan fjár- magnið. Hvorttveggja þetta er báðum til bölvunar. Vinna og fjármagn eiga að verða eitt, án þess að lamá fram- takssemina, án þess að slaka á þeim driffjöðrum, sem rekið hafa áfram sigurverkið fram til þessa, þær driffjaðrir í mannlegu hug- skoti, sem keyra manninn spor- um í áttina til meiri hagsældar, fjár og frama handa sér og sínum. Eg held að starfsmanna-hlut- deildin í fyidrtækjunum komist næst þessu, af því, sem eg þekki. Og því tel eg einsýnt að athugá hana og koma henni á ef hún má að liði verða.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.